Sunnudagur 29.05.2011 - 11:54 - FB ummæli ()

Ógnir í starfsumhverfi lækna

Umræða um vaxandi ofbeldi gegn heilbrigðisstarfsfólki hefur mest verið tengd bráðaþjónustunni og hvernig ástandið getur verið á Slysa- og bráðamóttöku LSH um helgar þar sem þarf orðið alltaf lögregluvakt. Í umræðunni um „læknadóp“ sem er auðvitað rangnefni að því leiti að læknirinn skrifar sjaldnast upp á lyf í þeim tilgangi að það sé notað sem dóp, má samt velta fyrir sér hvernig slæmar starfsaðstæður læknis getur stuðlað að ómarkvissari og jafnvel röngum lyfjaávísunum. Ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar að það vantar hátt í 50 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið  miðað við erlend viðmið í nágranalöndunum og vaktþjónustan er allt að áttföld miðað við sambærilega stór svæði erlendis. Mikið meira en helmingur samskipta við veika einstaklinga á sér enda stað í vaktþjónustunni utan heilsugæslunnar sjálfrar og hjá ýmsum sérfræðingum úti í bæ. Margir einyrkjar í sjálfstæðum rekstri.

Auðvelt er að ímynda sér aðstæðurnar þegar sjúklingur sem á við vímuefnavanda að stríða og sárlega vantar lyf, hittir ókunnugan læknir í þeim tilgagni einum að fá hjá  honum lyf. Þegar hann reynir að notfæra sér þekkingarleysi læknis á sögu hans. Læknirinn er þannig oft undir mikill pressu að láta undan með að ávísa lyfjum gegn verkjum, kvíða og svefnleysi sem sjúklingurinn kvartar í undan. „Í góðri trú “ að hann eigi ekki við vímuefnavanda að stríða og enn síður að selja eigi lyfið á svörtum markaði síðar.

Í öðrum tilfellum skynjar hann stundum ógn gagnvart sjálfum sér, sérstaklega ef hann ætlar ekki að verða við óskum sjúklings. Vandamál  þar sem hann einn getur orðið við óskinni og er yfirleitt einn og óvarinn á stofunni sinni. Líka vegna þeirrar staðreyndar að hann gæti þurft að vinna hratt því margir sjúklingar bíða eftir honum á biðstofunni. Áhrifaþættirnir eru þannig margir en endanlega úrlausn ræðst þó ekki síst af starfsvenjum læknis á hverjum stað og vinnureglum um ávísun á sterk verkjalyf og önnur ávanabyndandi lyf eins og á Læknavaktinni ehf. og mörg þessara lyfja eru yfir höfuð aldrei afgreidd.

Enginn efast um réttar ávísanarvenjur undir réttum kringumstæðum. Dæmin sanna hins vegar að annað á við þegar lækni er ógnað. Margir heimilislæknar hafa orðið fyrir árás beint og óbeint þegar þeir neita að verða við kröfu fíkils. Sumir hafa jafnvel verið teknir kverkataki, aðrir slegnir og flestir lenti í að vera hótað öllu illu. Óvissa hefur líka skapast varðandi réttarstöðu læknisins þar sem stundum er aðeins orð gegn orði og mikið mál er að ákveða ákæru til lögreglu. Hótun um barsmíðar, tannmissi og andlitsskaða eða eitthvað þaðan af verra, jafnvel innbrot á heimilið eru allt ógnir sem flestir vilja vera lausir við. Allt bara að því að læknar vilja vinna vinnuna sína vel.

Ákveðnar verklagsreglur er á mörgum stofnunum varðandi hvernig á að standa að ógn gegn heilbrigðisstarfsfólki og árásum. Öryggishnappar til að mynda, áfallahjálp og eftirfylgd mála. Vandamálið er engu að síður ávalt yfirvofandi og rétt að almenningur geri sér grein fyrir að þessi vandi eykst í réttu hlutfalli við fjölda fíkla, sem gera allt sem þeir geta til að komast yfir efnin. Steranotkun sem einnig er algeng meða fíkla er ekki til að bæta vandann og sumir fíklar eru þá eins og tifandi tímasprengjur. Ekki má gleyma að læknar hafa í sumum tilfelum kosið að hætta störfum vegna þessarra ógnanna og fært sig um set.

Þjóðfélagið þarf  allt að sýna læknisþjónustunni meiri skilning, hvernig hún á að vera skipulögð og í hvaða stöðu heilbrigðisfólk er þessa daganna. Hvað þarf að laga og bæta, ekki síst í grunnþjónustunni og hvað varðar lyfjaafgreiðslumál. Sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem ástandið er sennilega hvað verst. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að hlutirnir séu gegnsæir og þoli almenna umræðu. Að tryggt verði gott eftirlit með lyfjaávísunum og að eftirlitsaðilar, sem í flestum tilvikum geta verið heimilislæknarnir sjálfir, hafi greiðan aðgang að upplýsingum um skjólstæðinga sína, úr sjúkraskrám og lyfjaupplýsingum úr gáttinni eins og ég ræddi um í síðasta pistli. Þetta á auðvitað við um öll lyf, ekki bara lyf sem hætta er á að séu misnotuð eins og dæmin sanna, heldur líka hin sem geta valdið milliverkunum hvert við annað. Nú er það ekki lengur úlfur, úlfur sem á við, heldur raunveruleg ógn eins og í ævintýrinu forðum um Rauðhettu og úlfinn. Ævintýri sem ekki endilega þurfa að enda vel og spurðar voru margar furðulegar spurningar áður en yfir lauk. Úlfurinn er að minnsta kosti mættur á svæðið, raunveruleg ógn og sem misnokun allra lyfja er.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn