Sunnudagur 26.06.2011 - 12:19 - FB ummæli ()

„gleym-mér-ei“

Fá blóm eru mér jafn minnisstæð og gleym-mér-ei, eins og nafnið ber auðvitað með sér, þar sem nafnið var líka hulið dulúð og yfirnáttúrulegum krafti í huga lítils barns í sveit. Blómið sem hægt var að líma á barminn og átti aldrei að gleyma manni, um leið og maður óskaði sér einhvers. Ekkert ósvipað og maður lærði í sunnudagaskólanum og að kirkjan myndi aldrei gleyma börnunum sínum.

Ég var í sveit í Skagafirði, fyrstu sumrin í sumarbúðum fyrir stórborgarbörn. Þar sem keyrt var í sund á rússajeppa og drukkið kakó með kringlunum á sunnudögum til hátíðarbrigða. Leikið allan daginn og jafnvel farið á engi til sláttar með nesti á hlýjum sumardögum. Síðar í alvöru sveit sem vinnumaður. Þar sem maður kynntist raunverulegu lífi í sveitinni, en líka öllum dýrunum, fuglunum og landinu sínu, um leið og sjálfum sér.

Auk gleym-mér-ei eru smárarnir mér líka alltaf eftirminnilegir. Óskirnar mínar áttu líka svo sannarlega eftir að rætast, seint og um síðir. Nú er mín eigin fjölskylda orðin stór og barnabörnin mörg, blómin mín. Ein afastelpan tíndi upp blómið góða í gær og festi á barminn sinn og sem fékk mig til að hugsa eitt augnablik til baka. Til gömlu sveitarinnar minnar og blómanna sem aldrei gleymdu mér.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · kirkjan · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn