Þriðjudagur 23.08.2011 - 10:13 - FB ummæli ()

Stráin sem svigna

Nú eru skólarnir að byrja aftur eftir allt of stutt sumar og búið að skipa leikskólakennurum á bekk þar sem þeir áttu alltaf heima, með öðrum kennurum með sambærilega menntun. Stórum áfanga var náð enda fékk málstaður þeirra mikinn stuðning almennings. Sennilega eigum við enda leikskólunum hvað mest að þakka þegar kemur að grunnmenntun barnanna okkar, að minnsta kosti undirbúningnum. Stofnanir sem hafa tekið að sér flókið hlutverk, oft frá brotnum heimilum þar sem sundrung og óvissa var allsráðandi. Áhersla á góða leikskóla og vel menntað starfsfólk til að annast börnin okkar á viðkvæmasta aldrinum hefur sjaldan verið mikilvægari en einmitt í dag.

Óvissa um framtíðina og fjárhagslega afkomu heimila er því miður yfirþyrmandi hér á landi og því eins gott að bretta upp ermarnar. Það er alltaf jafn sorglegt að sjá hvað þjóðin hefur farið illa að ráði sínu á flestum sviðum síðastliðna áratugi og að það skuli nú væntnalega taka marga áratugi að byggja upp aftur heilbrigt samfélag. Eins um ágæti virtustu menntastofnana landsins sem geta ekki einu sinni kennt okkur að fara vel með peninga. Og að það skuli vera til margskonar háskólar, til þess eins að kenna viðskipti og lögfræði sem hentar hentar hverju sinni á meðan listaskólar eins og Kvikmyndaskóli Íslands er lagðir fyrirvaralaust niður. Í landi þar sem sérhagsmunagæslan hefur verið allsráðandi og flokkspólitískir hagsmunir settir ofar öllu öðru allt of lengi. Siðfræði sem sýndi best sinn innri mann eftir hrun, þegar sá hinn sami stóð allsnakinn frammi fyrir alþjóðasamfélaginu og lét gera grín að sér. Þann mann sem við áttum fyrir löngu að vera búin að mennta en ekki bara að fæða og klæða í sparifötin.

Góð umgengni hvort við annað er sennilega mikilvægasta kennsluefnið þetta skólaár. Þar sem grunnurinn er lagður á heimilunum en sem skólarnir kenna síðan best. Samanstaður fyrir börn og ungt fólk til að þroskast og menntast á jafnréttisgrundvelli. Á sama tíma og þeir eru forsenda þess að foreldrar ungra barna geti klárað sitt nám eða farið á vinnumarkaðinn eins og þjóðfélagið gerir kröfu um. Sennilega má segja á vissan hátt að Lýðveldið Ísland hafi aldrei fengið sitt tækifæri til að ganga í leikskóla, þrátt fyrir ástríkt uppeldi fyrri kynslóða. Barn sem var síðan hálf umkomulaust á viðkvæmum tíma og vildi fullorðnast allt of fljót. Þar sem nærgætnina síðan vantaði í nærveru sálar og græðgi náði yfirhöndinni.

Í sumar var viðtal við mig um Sjálfbæra heilsu í þættinum Heilshugar á Rás 1. Sjálfbærni í heilsu er hugtak sem ætti að vera Íslendingum auðvelt að læra og sem ætti að geta verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar, enda forsendur hinar ákjósasamlegustu hér á landi ef betur er að gáð. En það vantar því miður grunnskilninginn á þeim fræðunum hér á landi og því er auðvitað erfitt að kenna börnunum okkar fræðigreinina í dag svo vel sé. Ekkert síður þar sem okkur er svo gjarnt að velja oft léttustu leiðina að gefnu takmarki í stað þeirra bestu og vönduðustu. Þar sem gefið takmark er ekki besta takmarkið en þar sem endatakmarkið góða getur fjarlægst meira og meira út í himinblámann með tímanaum. Og að við viljum öll skila af okkur landi og þjóð í ekki verra ástandi en við ólumst upp við sem börn.

Sennilega á engin þjóð meira af hreinu vatni á hvern íbúa eða fisk í sjó. Eingin þjóð eyðir samt meiri orku á mann og hvergi er mengun lofts jafn mikil á hvern íbúa og hér á landi. Segja má að ofnotkun sýklalyfja vegna skipulagsleysis í heilbrigðisþjónustunni og varanleg áhrif á sýklaflóruna af hennar völdum hér á landi með sýklalyfjaónæmum stofnum langt umfram það sem þekkist meðal nágranaþjóðanna sé gott dæmi um ósjálfbæra hegðun hvað almennt heilbrigði varðar. Heilbrigðissóðaskapur sem er glöggt dæmi um hvar við getum bætt okkur gagnvart nánasta nærumhverfi, flóru okkar sjálfra. Og hvernig í ósköpunum getur staðið á því að íslenska víkingaþjóðin sé orðin meðal feitustu þjóðum veraldar og að hreyfingarleysi meðal hennar sé orðið þjóðarböl. Lyfjanotkun þjóðarvandamál og að ekki sé talað um áfengissýkina og lyfjamisnotkun sem er þjóðarskömm. Í landi sem hafði meira að bjóða en flestar aðrar þjóðir fyrir ekki svo löngu síðan.

Það er farið að halla að að hausti og langur vetur framundan. En síðan kemur aftur sumar með blóm í haga. Íslendingar hafa sýnt áður hvers þeir eru megnugir og hvar sérþekking þeirra nýtist best allra í vistvænni þróun og snýr að náttúruöflunum. Við skulum því nota tímann vel í vetur og treysta sem aldrei fyrr á menntun og mátt þjóðarinnar. Þrátt fyrir allt og svigna geta eins og gulnuð strá sem bera fræ í haustvindinum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Menning og listir

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn