Undanfarið hefur verið mikið deild um lítinn torfkofa, Þorláksbúð, sem verið er að endurreisa á gömlum rústum og í anda forfeðranna. Á sama tíma og margir kirkjunnar menn andmæla molbúahættinum og staðsetningunni, koma nú sumir fram með hugmyndir um stórkostleg byggingaráform um endurreisn gömlu miðaldadómkirkjunnar í Skálholti. Sem á að hafa verið ein stærsta sinnar tegundar í gjörvallri Evrópu á sínum tíma. Tímanna tákn eða hvað? Benda má á ágætis grein af þessu tilefni í Fréttablaðinu í gær eftir Véstein Ólason,…ekki meir, ekki meir!
Minnisvarði um kristni á Íslandi og byggingarlist á liðnum öldum er best varðveitt í þeim kirkjum og torfhúsum sem þegar hafa verið reist. Í anda nægjusemi og þess tíma sem lífið og dauðinn mótaði en ekki draumsýnin. Ekki í endurreistri dómkirkju og sem sennilega var ofvaxið raunverulegri fjárhagsgetu alþýðunnar á Íslandi á miðöldum að reisa. Í dag er getan lítið skárri og ný dómkirkja, höfðinu hærri, dregur niður ásýnd Skálholtskirkjunnar. Og í hvað tilgangi. Má ég þá heldur biðja um nýja Þorláksbúð úr íslenku byggingarefni á gamla hlaðvarpanum. Sem minnismerki um dugnað og elju forfeðranna sem oft þurftu þröngt sitja og ræða kirkjunnar málefni, augliti til auglits, líka kirkjunnar menn. Í fortíðinni til sveita.