Laugardagur 19.11.2011 - 09:38 - FB ummæli ()

Miðaldadómkirkjan og torfbúðin í Skálholti

Undanfarið  hefur verið mikið deild um lítinn torfkofa, Þorláksbúð, sem verið er að endurreisa á gömlum rústum og í anda forfeðranna. Á sama tíma og margir kirkjunnar menn andmæla molbúahættinum og staðsetningunni, koma nú sumir fram með hugmyndir um stórkostleg byggingaráform um endurreisn gömlu miðaldadómkirkjunnar í Skálholti. Sem á að hafa verið ein stærsta sinnar tegundar í gjörvallri Evrópu á sínum tíma. Tímanna tákn eða hvað? Benda má á ágætis grein af þessu tilefni í Fréttablaðinu í gær eftir Véstein Ólason,…ekki meir, ekki meir!

Minnisvarði um kristni á Íslandi og byggingarlist á liðnum öldum er best varðveitt í þeim kirkjum og torfhúsum sem þegar hafa verið reist. Í anda nægjusemi og þess tíma sem lífið og dauðinn mótaði en ekki draumsýnin. Ekki í endurreistri dómkirkju og sem sennilega var ofvaxið raunverulegri fjárhagsgetu alþýðunnar á Íslandi á miðöldum að reisa. Í dag er getan lítið skárri og ný dómkirkja, höfðinu hærri, dregur niður ásýnd Skálholtskirkjunnar. Og í hvað tilgangi. Má ég þá heldur biðja um nýja Þorláksbúð úr íslenku byggingarefni á gamla hlaðvarpanum. Sem minnismerki um dugnað og elju forfeðranna sem oft þurftu þröngt sitja og ræða kirkjunnar málefni, augliti til auglits, líka kirkjunnar menn. Í fortíðinni til sveita.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn