Fáir staðir ná jafn vel anda jólahátíðarinnar og lítlil og einangruð sjávarpláss úti á landi. Þar sem gömlu húsin og bryggjurnar segja svo mikla sögu. Þar sem ennþá er unnið með það sem náttúran gefur okkur hvað mest af, fisk og annað sem tengist sjónum og flestir una nokkuð glaðir með sitt. Eins og þeir hafa gert gegnum aldirnar, í blíðu og stríðu. Þar sem það litla virkar svo stórt og eftirsóknavert. Þar sem tíminn er síðan stærsta jólagjöfin fyrir borgarbúann. Þar sem allt virtist nákvæmlega eins og fyrir áratug síðan. Sama yndislega fólkið, en ég tíu árum eldri. Þar sem ég dvelst nú með konunni minni og njótum jólanna, þótt flestir ástvinir okkar séu víðs fjarri.
Jólaandinn sameinar okkur nú samt öll hvar sem við erum stödd og við minnumst þess sameiginlega sem er okkur kærast. Á tímamótum sem eru ekki hefðbundin fyrir alla en þar sem skammdegið og myrkrið gefur lífinu annan lit en flesta aðra daga. Gleðileg jól, með kveðju frá Ströndum.