Þriðjudagur 17.01.2012 - 13:56 - FB ummæli ()

Svarturhvítur harmleikur?

sbarthvítutÞað er í raun í bakkarfulla lækinn að ræða meira um mengun allskonar og áhrif hennar hér á landi, svo mikið hefur verið fjallað um hana í allri merkingu þess orðs. Nýjar uggvænlegar upplýsingar á hverjum degi. En ég gerið það nú samt.

Olíumengun er líka raunverulegt vandamál á Íslandi, ekki síst dreifðustu byggðum landsins eins og fréttir dagsins bera með sér. Þar sem tugþúsundir lítra af bensíni ógna nú fiskeldi á einum ómengaðasta stað landsins hingað til, í sjálfu Ísafjarðardjúpinu.

Vegna olíuflutninga á vegum landsins sem þeir eru ekki byggðir fyrir. Allra síst á þessum árstíma og þegar tekið er tilliti til allrar almennrar umferðar á sama tíma. Þungaflutningar sem eiga að fara sem mest af þjóðvegunum, ekki síst til að lágmarka slys á fólki sem hefur ekkert annað val en keyra þá og ég hef áður nýlega fjallað um. Vöruflutningar eiga auðvitað mest heima með strandsiglingum, enda byggð landsins ótrúlega dreifð um alla strandlengju eyjunnar okkar fögru. Til að spara mengun, slit og slys hverskonar.

Til viðbótar mengunar- og umferðarslysins nú í Djúpinu, berast líka tilmæli í dag að spara megi mikið röntgengeisla til læknisgreininga. Ekki síst tölvusneiðmyndir svokallaðar sem orsaka margfalda geislun á við venjulegar röntgenmyndatökur og að nota eigi rannsóknirnar til að staðfesta klínískan grun en ekki öfugt. Sem rétt er líka að hafa í huga þar sem vitað er að sumir hnykkjarar eru með röntgentæki á stofunum hjá sér úti í bæ, til þess aðeins að staðfesta hryggskekkjur sem sjást oftast með berum augum.

Erum við raunverulega búin að missa litsjónina á náttúru landsins og á okkur sjálf eða er heimurinn virkilega að verða einn svarthvítur harmleikur?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn