Fimmtudagur 09.02.2012 - 12:15 - FB ummæli ()

Gúmíbirnir og „sæt brjóst“

Í fljótu bragði skyldi maður halda að þetta tvennt ætti ekkert sameiginlegt. Tengslin eru hins vegar þau að þetta er leið framleiðenda til að markaðssetja gervibrjóst í konur sem breyta mætti lögun að vild og gera þau um leið „sætari“ eftir tilefni og klæðnaði hverju sinni. Að minnsta kosti ef marka má auglýsingu framleiðenda sem kalla nýju brjóstapúðana Gummy Bear implants. Unnið er að markaðssetningunni og fá þá samþykkta, meðal annars í Bandaríkjunum. Framleiðendur lofa að þessar sílikonfyllingar leki minna en aðrar gerðir og mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Í allt að fjórðungi tilfella með tímanum og þá þúsundir tilfella hér á landi að öllu óbreyttu.  Að minni hætta sé á að innihald gúmibjarnanna fari þá á flakk um líkama kvennanna. Sykursjúk þjóð á að öllum líkindum eftir að falla fyrir þessum púðum, ekkert síður en sælgæti og öðrum brjóstapúðum, ef satt reynist.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn