Mánudagur 30.04.2012 - 14:14 - FB ummæli ()

„Vinir“ í neyð

Um helgina fór ég að sjá bandarísku heimildarmyndina Grimmd (Bully) sem fjallar um einelti, með þremur fjölskyldumeðlimum mínum í Háskólabíói. Sem við vissum að ætti örugglega erindi til okkar allra, en sem því miður virðist ekki ná til nógu margra. Enda vorum við aðeins fjögur ein í stórasalnum. Staðreynd sem varð til þess að maður upplifði myndina enn sterkar og eins og í ákveðnu tómarúmi umræðunnar hér á landi. Umræðu sem sannarlega hefur þó skilað miklu á síðust árum í skólunum og á vinnustöðunum. Vandamálum sem eiga sér ekki svo sterkar rætur hjá fórnarlömbunum sjálfum, heldur miklu frekar í samfélaginu. Sem vex sem illgresi og getur auðveldlega kæft sál þess sem fyrir eineltinu verður. Verið orsök stöðugs kvíða, og þunglyndis með tímanum. Jafnvel leitt viðkomandi á óheillabraut ofbeldis síðar, gegn öðrum eða sjálfum sér. Þegar öll sund virðast lokuð og sjálfsvíg er neyðin. Jafnvel í hugum ungra barna. Um þetta fjallaði þessi frábæra mynd, staðreyndir. En ekkert síður um tilfinningarnar sem að baki býr og sálarangistina, líka meðal aðstandenda, jafnvel um ókomin ár sem eiga bara minningar um saklausa barnið sitt sem varð aldrei eldra en kannski 11 ára.

Myndin sýnir á einstakan hátt samstöðuna innan fjölskyldunnar þegar á reynir og vangaveltur. Líka hvað hefi ef til verið hægt að gera áður en allt varð um seinan. Hvað skiptir mestu máli í ólíku lífi okkar hvers og eins og hvað þarf oft lítið til. Jafnvel bara tilviljanir að einhver verður fórnalamb eineltis. Hvað erfitt getur verið að takast á við grimmdina sem virðist búa innra með okkur flestum. Líka saklausari grimmd barna og unglinga og skilningsleysi okkar eldri sem horfum á og ætlumst jafnvel til að sá sem verði fyrir einelti sættist við árásaraðilann með handarbandi eins og sýnt er svo vel í myndinni. Í því litla en daglega, jafnvel tölvusamskiptum eða með símboðum og sem brýtur að lokum einstaklinginn niður. Jafnvel svo að hann telur óvini sína vini sína, því annars á hann enga vini.

Hver er ábyrgð okkar allra í samfélaginu, að drepa ekki niður lífsvilja annarra, oft í hálfgerðu hugsunarleysi eða vegna eigin vanlíðan? Þessu reynir myndin, eða öllu heldur tilfinningarnar og hugsanirnar eftir á, fyrst og fremst að svara. Þökkum líka fyrir það brautryðjendastarf sem þegar hefur verið unnið hér á landi síðastliðin áratug á vegum RegnbogabarnaStarf sem er fyrst og fremst sjálfboðaliðastarf, sprottið upp af illri nauðsyn og sem þarf að styrkja miklu meira. Í heimi þar sem allir eiga að mega vera aðeins öðruvísi og sem bara auðgar mannlífið og gerir það skemmtilegra. Þar sem góðu tilfinningar fá að ráða, tillitsemin og frelsið sem við öll viljum eiga, til að dafna.

http://eyjan.is/2012/05/07/nidurlaegjum-vid-tholendur-einelti-er-ekki-samskiptavandi-heldur-ofbeldi/

http://eyjan.is/2012/05/09/einelti-er-vist-samskiptavandi-einelti-er-ef-til-vill-allra-grofasta-samskiptavandamal-sem-fyrir-finnst/

Umfjöllun einnig í Kastljósþætti 30.04.2012

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn