Á undanförnum vikum höfum við fengið að kynnast ágætum forsetaframbjóðendum sem allir boða nýja tíma, en hver á sinn hátt. Í miðri kreppu og á viðsjárverðum tímum, um það eru allir sammála. Sitjandi forseti er hins vegar tákn síns eigin tíma, tíma sem við viljum öll gera upp sem fyrst. Gamla bóndans þar sem búskapurinn stóð ekki undir sér. Sem sló sér á brjóst en særði þjóðarsálina og tefldi framtíð búsins og landstólpans í mikla tvísýnu. Forseti sem vill treysta meira sitt eigið vald, meðan aðrir treysta meira á þingræðið og samvinnu á ögurtímum. Einskonar sameiningartákni þjóðarinnar og embættismanni sáttaumleitana í stóru þjóðmálunum, eins og á Alþingi til forna. Ekki þann sem vill horfa á einskonar vindhana á Bessastöðum og skynja á draumkenndan hátt þær bylgjur sem stundum kallast þjóðarvilji.
Til að ná sáttum milli ríkjandi stríðandi afla og hagsmuna í þjóðfélaginu þarf sterkan og vinnusaman bónda. Enginn er betur til þess fallinn í dag en Ari Trausti. Á stórbýlinu Íslandi sem allar þjóðir horfa til, ekki síst í vistvænu tilliti sem fyrirmynd annarra landa. Sem stendur með Alþingi en ekki á móti. Bóndans sem öll þjóðin kýs nú til starfsins. Því bóndi er bústólpi.