Föstudagur 26.04.2013 - 11:45 - FB ummæli ()

Klippum ekki of fljótt á naflastrenginn

Í The Guardian í dag er sagt frá rannsóknum sem sýna að það geti verið mjög varhugavert að klippa of fljótt á naflastreng nýfædds barns, og áður en sjálf fylgjan losnar. Sem jú nærir fóstrið og sér því fyrir blóði, næringarefnum og súrefni. Venjan hefur verið að klippa á strenginn strax eftir fæðingu, m.a. til að forðast hugsanlegt blóðtap frá barninu. Hins vegar sýnir sig að fylgjan dælir áfram blóði til nýfædda barnsins í allt að nokkrar mínútur eftir fæðinguna. Ef of fljótt er klippt á strenginn og meðan ennþá finnst púls í strengnum, er hættara við blóð- og járnleysi hjá barninu síðar. Grein um þetta efni birtist fyrst í hinu virta BMJ fyrir 2 árum og hefur síðan verið kannað og sannreynt betur. Sem öllum ljósmæðrum verður nú ráðlagt að fara eftir.

Í dag hugsar maður hins vegar líka um annað máttvana barn. Íslenska lýðveldið sem reynt var að hressa upp á eftir alvarlegt blóðtap í hruninu mikla. Bjargvætturinn var síðan sú ríkisstjórn sem nú fer að skila völdum og sem kom barninu aftur til lífs. Barnið er hins vegar enn blóðvana og því full ástæða að næra það aðeins lengur. Frá velferðarríkisstjórn, sem þrátt fyrir mikil afglöp, hefur gert sitt besta sem móðir. Að klippa á strenginn nú, getur haft afdrifaríkar afleiðingar.

http://www.guardian.co.uk/society/2013/apr/25/cutting-cord-babies-risk-nhs

http://www.bmj.com/content/343/bmj.d7157

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn