Mánudagur 17.02.2014 - 12:49 - FB ummæli ()

Frá stórubólu í Vatnsmýrina á aðeins tveimur öldum

Sennilega gera allir sér ekki grein fyrir að mesti vaxtarbroddur í framleiðslu lyfja framtíðarinnar byggist á lögmálum ónæmisfræðinnar og sem m.a. hefur verið grundvöllur framleiðslu bóluefna sem gjörbreytt hefur vörnum okkar gegn alvarlegustu smitsjúkdómunum og sem ollu jafnvel plágum á öldum áður. Nú með betri greiningu og skilningi á mótefnum og nákvæmum eftirmyndunum þeirra gegn allskonar meinsemdum. Sjúkir vefir og mein sem hafa þá ákveðin viðtæki í frumunum sem virkja má á eða veikja eftir atvikum, í sumum tilvikum með aðstoð ferjuefna og viðbótar tengi-lyfjasameinda. Lyf sem geta jafnvel drepið óæskilegar líkamsfrumur s.s. krabbameinsfrumur eða hægt á bólgum og annarri óæskilegri virkni.

Segja má þó að fyrsta skrefið í þessari þróun hafi verið tekið á mjög frumstæðan máta fyrir rúmlega 200 árum og þegar við höfðum athyglina eina að vopni og náttúrulögmálin. Breskur læknir, Edward Jenner nýtti sér þannig þá vitneskju að kúabóla í nautpeningi bænda verndaði bændafólkið gegn hinni illvígu stórubólu, en sem með því að ísetja (inoculera) bæjarfólkið með húðstungu úr vessum kúabólunnar, mátti vernda það einnig gegn stórubólunni (1796). Fyrsta læknisfræðilega ónæmisaðgerðin sem var framkvæmd líka á Íslandi (1805) og sem allar götur síðan hefur verið yfirfærð í heiti bólusetningar (vaccination) á íslenskri tungu. Með því að örva framleiðslu á mótefna í líkamanum gegn kúabóluveirunni mátti koma í veg fyrir sýkingu náskyldrar veiru síðar og sem ollið gat stórubólu hjá mannfólkinu. Plága sem í dag er nánast búið að útrýma, en ýmsir vantrúaðir eiga erfitt með að skilja.

Um 70 lyf eru þegar skráð í heiminum, m.a. nokkur hér á landi sem byggja á hátæknilyfjafræði með m.a. lífefnafræðilegri hönnun lyfja. Meðal þeirra eru mörg af okkar öflugustu lyfja í dag, t.d. magabólgulyfið Nexium, geðlyfið Cymbalta, hjartalyfið Crestor, asthmalyfið Seretide og gigtarlyfið Remicade og sem nú er byrjad að framleiða hjá íslenska hátæknilyfjafyrirtækinu Alvogen erlendis undir samlyfjaheitinu Inflectra. Eitt öflugasta lyfið gegn illvígustu sjálfsofnæmis- og gigtarsjúkdómunum, m.a. iktsýki og hrygggigt. Auk þess eru hundruðir annarra lyfja þegar í prófunum eða á frumhönnunarstigum sem flokkast undir þessi nýju líftæknilyf.

Eins eiga sennilega mörg lyf eftir að finnast með hjálp erfðafræðilegra upplýsinga um sjúkdóma sem m.a. liggja fyrir hér á landi. Grunnur sem fenginn er úr rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar (DeCode) í samvinnu við Háskóla Íslands og erlenda vísindamenn sem löngu eru orðnar heimsþekktar. Samvinna við nýtt hátæknisetur Alvogens sem ákveðið hefur verið að að reysa í Vatnsmýrinni lofar því góðu. Ný lyf í framtíðinni sem jafnvel eru ætluð að grípa inn í galla á genunum okkar. Samvinna þessara fyrirtækja og Háskólans verður sennilega stærsti vaxtarbroddur hátækniþekkingarinnar hér á landi og stóreykur öll vísinda- og atvinnutækifæri, nátengt bestu þekkingu innan læknisfræðinnar á hverjum tíma og sem við treystum sífellt meira á. Líftæknilyf gegn meinum sem áður var lítill skilningur á og jafnvel engin lækning við. Hátæknilyfjaiðnaður sem getur skapað allri íslenskri þjóð bjartari framtíð.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/timamotalyf-alvogen-fyrst-a-markad-med-nytt-liftaeknilyf

Til hamingju með daginn

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2013/10/9/getur-mislingafaraldur-komid-upp-i-vestmannaeyjum/

http://en.wikipedia.org/wiki/Smallpox

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn