Inflúensufaraldur er þessa dagana að skella á í norður-Evrópu og sem víða er í fréttum. Fyrstu tilfellin greindust fyrir jól hér heima og sem reyndar var af tveimur meginstofnum A og B. Hin árleg vetrarflensa er hins vegar alltaf af stofni A eins og nú er. Undirstofninn í ár er H3N2 eins og reiknað var með í gerð flensubóluefnisins okkar í haust. Það sem verra er, er að stofninn nú er óvenju skæður og hefur í mörgum tilfellum breyst með lítilli stökkbreytingu (antigenic drift) frá því í haust, þannig að bólusetningin gefur ekki vörn nema í 20-30% tilvika. Í Norður-Ameríku þar sem faraldurinn hefur geisað lengur, hefur verið hægt að tengja yfir 6% dánartilfella beint eða óbeint við inflúensuna.
Besta vörnin í dag sem býðst er engu að síður bólusetning og sem sérstaklega er mælt með fyrir viðkvæma, gamalt fólk (>65 ára), fólk með alvarlega króníska sjúkóma og ófrískar konur. Ungbörn sem líka eru viðkvæm fyrir flensu, geta ekki fengið bólusetningu fyrstu 3-6 mánuðina og verða því að treysta á ósmitaða móður og annað heimilisfólk. Besta meðferðin fyrir þá sem smitast er hins vegar að fara ávalt vel með sig, strax frá byrjun flensueinkenna.
Sumir koma hins væntanlega til með að veikjast hastalega, jafnvel með lungnabólgu á fyrstu dögum flensunnar. Tíðni fylgisýkinga af völdum baktería er síðan margföld í kjölfar inflúensu miðað við eftir kvefpestir, einkum pneumókokka. Eyrnabólgur barna, ennis- og kinnholusýkingar og lungnabólgur eru þar algengastar. Allt að 20% barna geta þannig sýkst af pneumokokkum og öðrum sýklum í kjölfar inflúensu, en þar sem annað bóluefni, bóluefni gegn pneumókokkum og nú stendur öllum ungum börnum til boða, gefur vörn í yfir 70% tilvika. Annað pneumókokkabóluefni býðst fullorðnu fólki og sem mælt er með að endurtaka á 5-10 ára fresti.
Stundum er rétt að grípa fljótt til veirulyfja (Tamiflu) sem mildað getur alvarlegust flensueinkennin og ef byrjað er að taka inn tímalega og svo sýklalyfjanna ef einkenni verða þrálátari og fylgisýkingar verður vart, ekki síst hjá gömlu fólki og ungbörnum. Til að takmarka sem mest smit til annarra á fyrstu viku flensunnar, er best að halda sig sem mest heima og óska frekar að fá læknishjálpina heim ef hennar er þörf. Frekar en að koma á yfirfullar undirmannaðar læknamóttökur og smita aðra sem þangað leita.
Sjá einnig:
http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2013/9/30/faerdu-slaema-flensu-i-vetur/
http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/10/17/modan-og-maedan-i-vetur/