Laugardagur 02.04.2016 - 08:03 - FB ummæli ()

Áhættusamt þyrlusjúkraflug yfir Þingholtin og á Nýjan Landspítala við Hringbraut – hver ætlar að bera ábyrgðina?

þyrlupallur

Úr hönnunarskýrslu um þyrlupall á Nýjum Landspítala við Hringbraut

Þau voru ófá tilfellin sem þyrlur Landhelgisgæslunnar (LHG) björguð öllu eins og sagt er og kom fram í fyrsta uppgjörinu fyrir árið 1991 í grein í Læknablaðinu 1994,  5 árum eftir að þyrlusjúkraflug hófst hjá Landhelgisgæslunni (LHG) 1986. Þetta varðaði ekki síst alvarlegustu slysin úti á landi og þar sem um 40% flutninga voru taldir mjög mikilvægir. Í ár er 30 ára afmæli íslenska þyrlusjúkraflugs LHG og hafa flutningarnir aukist mikið. Þeir eru nú yfir 200 á ári og sem kom fram í yfirlitsgrein í Fréttablaðinu í lok síðasta árs. „Aukning á útköllum nú eru greinilega tengd ferðamennsku. Bæði innlendri og erlendri,“ sagði Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Um ágæti og öryggi slíkra sjúkraflutninga efast held ég enginn um í dag.

Þyrluaðflug mun hins vegar alltaf verða mjög varhugavert yfir lágreista spítalaþorpinu í Þingholtunum og þar sem ekki verður nein aðstaða til neyðarlendingar á opnum svæðum, sér í lagi ef Reykjavíkurflugvellur verður látinn fara. Þessu er ólíku saman að jafna við aðstæður við Landspítalann í Fossvoginum í dag og sem þó eru farnar að þrengjast. Í byggingaáformunum í dag við Hringbraut er hins vegar hannaður neyðarþyrlupallur (helipad) á fimmtu hæð húsþaks næst meðferðarkjarnanum. Gerð er krafa um að notaðar verði þyrlur af afkastagetu 1 vegna lélegra aðflugsskilyrða við spítalann, jafnvel svokallaðar 3 mótora þyrlur og sem geta haldið sér vel á lofti ef vélabilun verður í einum mótor. Þær þyrlur kosta mikið meira og eru allt of stórar miðað við okkar þarfir (taka allt að 50 manns). Þetta þýðir um 10 milljarða króna aukafjárfestingu við endurnýjun þyrluflotans í það minnsta og síðan miklu hærri rekstrarkostnað í framtíðinni. Kostnaður sem hvergi virðast koma fram í fjárhagsáætlunum ríkisins (eða hjá LHG) og sem getur auk þess stuðlað að stórslys verði við Nýja Landspítalann og ef slíkri þyrlu hlekkist á, einhverja hluta vegna. Málefni sem ekki virðist heldur mega ræða í ríkisfjölmiðlum.

Alltaf þarf að tryggja plan B – öryggisplan- við aðstæður sem reglubundið sjúkraþyrluflug krefst við hugmyndir um Nýjan Landspítala og sem aðeins verður gert með léttari þyrlum og opnum svæðum nálægt til neyðarlendinga, í að- og fráflugsstefnum. Þannig afskaplega heimskulegt og hættulegt aðeins eitt plan A nú verð ég að segja og sem toppar í rauninni allt í Hringbrautarmódelinu í dag og Samtök um betri spítala á betri stað (SBSBS) hafa margsinnis bent áÖryggi bráðastarfsemi og aðgengið að henni á Nýjum Landspítala, okkar eina háskólabráðasjúkrahúsi, skiptir auðvitað megin máli fyrir heilbrigðisöryggi þjóðarinnar í framtíðinni og þar sem sjúkraflug með þyrlum verða að skipa mjög stóran sess. Varðandi flutninga á mest veiku og slösuðustu sjúklingunum utan höfuðborgarsvæðisins, þjónustu við sjómennina okkar og ferðamenn.

Flestar þjóðir kappkosta að ganga vel frá aðstöðu og öryggi þyrlusjúkraflugs til sinna spítala til að lágmarka áhættuna af slíkum rekstri. Aðallega með rekstri minni þyrla eins og nú eru notaðar hér á landi og sem gagnast landinu nær öllu og miðunum umhverfis, í bland með minni sjúkraþyrlum en sem þurfa örugg opin svæði til neyðarlendinga. Þörf fyrir þyrlusjúkraflug á eftir að stóraukast hér á landi í framtíðinni, þannig að byggingaáformin nú og aðstaða til þyrlulendinga við nýtt aðalbráðasjúkrahús landsins, þarf að taka mið af þeirri þróun, en ekki öfugt. Málið verður eingöngu leyst með betra staðarvali fyrir Nýja Landspítalann á oppnu svæði, helst sem mest miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu öllu.

Í grein sem Jakob Ólafsson flugstjóri skrifaði á Vísir 2012 segir m.a.

Í skýrslu nefndar um uppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) við Hringbraut frá apríl 2004 er í 10. kafla fjallað um samgöngur við LSH og þar segir m.a.: „Mikilvæg forsenda fyrir staðarvali við Hringbraut var að sýnt þótti, að þar væri hægt að tryggja gott aðgengi ökutækja og sjúkraflugs“  Þetta sama ár 2012 var forsenda sjúkraflugsins skyndilega felld úr gildi og Jakob skrifar skrifar „Síðan verða blikur á lofti, ný stjórnvöld taka við og skipt er út nefnd um Landspítalaverkefnið. Áherslur þessara nýju stjórnarherra eru að að losa sig við Reykjavíkurflugvöll með öllum ráðum og láta sem öryggi og hagsmunir landsbyggðarinnar séu þeim óviðkomandi.“

„Ef þyrlupallar eru settir á nýjar spítalabyggingar er gert ráð fyrir rúmum öryggissvæðum til nauðlendinga við aðflug og brottflug þyrlna að pallinum því ef bilun verður í gírkössum eða stélskrúfu þyrlu við aðflug eða brottflug að þyrlupallinum hefur þyrluáhöfnin afar lítið svigrúm til að beina þyrlunni að heppilegum lendingarstað, aðeins það rými sem er nánast beint fyrir neðan þyrluna er í boði til nauðlendingar og því gæti skapast almannahætta við brotlendingu þyrlu á sjúkrahússvæðinu, í nálægri byggð eða á umferðargötu. Miðað við framtíðarskipulag Landspítalasvæðisins er gert ráð fyrir þéttri byggð og umferðaræðum í nágrenni spítalans og því slík öryggissvæði ekki í boði.“

Fyrir áhugasama þá er tenging á hönnunarskýrsluna á þyrlupallinum á Nýjum Landspítala við Hringbraut hér sem gaman væri að fá skoðun á frá flugmönnum; https://drive.google.com/open?id=0B91EwWZv2AGmb3JOcEZBRTdLUmc

http://www.hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/75933/1/L1994-02-80-F5.pdf

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn