Föstudagur 28.10.2016 - 17:29 - FB ummæli ()

Miklir ágallar á fyrirhuguðu sjúkraþyrluflugi við Hringbraut

 

14502769_10202439728872067_8673767459053633745_n

Ásbjörn Jónsson verkefnastjóri hjá NLSH og Böðvar Tómasson verkfræðingur hjá Eflu og frá SPÍTAL hópnum voru til viðtals í framhaldi af viðtali við mig fyrir helgi um þyrlumálin við Nýjan Landspítala við Hringbraut, Í bítinu á Bylgjunni.

Þar kom fram samkv. tölum sem þeir vitnuðu í varðandi lendingar í Fossvogi, að þær séu um 60 á ári og breytir ekki þeirri staðreynd að suma daga geta þær verið nokkrar á dag. Mikil aukning er á sjúkraflugi utan að landi sl. ár og sem nálgast nú um 1000 á ári. Þyrlusjúkraflugin ein og sér nálgast 300 og með stöðugt auknum ferðamannastraumi má reikna með að sjúkraþyrluflugin á háskólasjúkrahúsið og eina hátæknibráðamóttöku landsins verði daglegur viðburður. Eins kom fram hjá félögunum í verkefnastjórn NLSH og SPÍTAL hópnum, að þyrlupallurinn á Nýjum Landspítala væri hannaður á sem algjör neyðarpallur og sem erfitt getur verið að skilgreina í neyðarflutningum eftir slys og í alvarlegum veikindum. Eins að pallurinn er aðeins ætlaður fyrir stórar og aflmiklar þyrlur vegna slæmra aðflugsskilyrða, þyrlur í svokölluðum afkastagetuflokki I (þyrlur sem geta haldið sér á lofti til nærliggjandi lendingarstaðar ef einn mótor af 2-3 mótorum bilar, svo sem herþyrlur) og sem Puma-þyrla LHG t.d. uppfyllir aðeins við bestu skilyrði (tóm og í góðu veðri). Það kom eins fram í máli þeirra að þótt fljúga þurfi yfir íbúabyggð, a.m.k. nýja íbúabyggð sem er verið að reisa  nú á Valslóðinni og við Hlíðarenda, að þá sé reiknað með Reykjavíkurflugvelli sem aðal aðflugs-fráflugsbraut þyrluflugsins.

Flestar þjóðir treysta í auknum mæli hins vegar á léttari þyrlur við sjúrkaflutninga af landi og nota þá gjarnan stærri palla eða velli sem taka jafnvel 3 þyrlur (svokölluð „heleport“). Helst á jörðu niðri á vel opnum svæðum. Þegar er farið að ræða sjúkraflutninga með slíkum léttari og ódýrari þyrlum á Suðurlandi í dag. Vaxandi slysatíðni með auknum ferðamannastraum og slæmt vegakerfi, ásamt slæmu umferðaaðgengi gengum borgina, og miklu álagi á sjúkraflutninga langar leiðir með sjúkrabílum gera þessa þyrluflutninga mikið mikilvægari en verið hefur.

Mikill ferðamannastraumur út á land kallar á góðar samgöngur, bæði á landi sem úr lofti og sem mikið hefur verið í fréttum. Í helmingi alvarlegra slysa og dauðsfalla af þeirra völdum koma útlendingar við sögu og aukning á slysatíðninni hefur verið um 20% á milli ára. Nú hugsum við í vaxandi mæli um slys tengd hópferðabifreiðum að sumri og ekki síður vetri og sem almannavarnir og björgunarsveitir landsins hafa hvað mestar áhyggjur af. Oft hugsum við hins vegar ekki um réttu endana á heilbrigðisvandamálum kerfisins, heldur aðeins um fullkomna Háskólasjúkrahúsið okkar og aðal bráðasjúkrahús landsins sem Alþingi vill endilega hafa einangrað hjá Háskólanum í Vatnsmýrinni. Þar sem þegar er búið að loka neyðarbrautinni fyrir m.a. sjúkraflug og aðstaða fyrir þyrlulendingar við spítalann verða en verri og í raun ófullnægjandi öryggisins vegna í framtíðinni og sem aðeins verða leyfðar í svokölluðum  „neyðartilvikum“ og fram kom í gær í viðtali við skipulagshönnuði spítalans. Eins eru fyrirséðar enn meiri aðgangshindranir með sjúkrabílum gegnum hana Reykjavík vegna umferðaöngþveitis á annatímum. Er okkur lífsins ómögulegt að skipuleggja neyðarmálin vitrænt í báða enda og jafnvel nú þegar heilbrigðismálin eru í forgangi?

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP49528

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn