Fimmtudagur 22.06.2017 - 12:38 - FB ummæli ()

Af hverju hugsanlega flugvallarlausan kreppuspítala fram á næstu öld?

Nýr Landspítali við Hringbraut eins og áætlað er eftir rúm 10 ár (2023-2030) og Östfold-Kalnes sykehus í Noregi (85.000 fm fyrir um 300.000 íbúa) sem opnaði 2015, 7 árum eftir að ákvörðun um bygginguna var tekin.

Öll viljum við nú góðan og nútímanlegan þjóðarspítala eftir áratuga ömurlegar aðstæður og langa bið. Tæplega öld er liðin síðan gamli Landspítalinn var hannaður og síðan byggður á Hringbrautinni, þá á besta stað. Síðan fleiri minni vegna vaxandi þarfar, síðast Borgarspítalinn í Fossvogi 1960. Höfuðborgin stækkað enda tugfalt sem og allt höfuðborgarsvæðið.
Fyrir fjármálahrunið 2008 var búið að teikna nýjan veglegri Landspítala eftir áratuga þref um ágæti sameiningar spítalanna undir einu þaki ef svo má segja. Hagræðing í rekstri og stjórnun var boðorðið en spítalanum valinn staður aftur á Hringbraut, mörgum til mikillar furðu. Samt með loforðum um miklu stærri lóð en honum er ætlað í dag og sem lá niður fyrir nýju Miklubrautina, auk upphaflega miklu stærri spítala með fleiri sjúkrarúmum en nú er áætlað. Nauðsynleg umferðamannvirki, Miklubrautina í stokk og nýja stofnbraut um Hlíðarfót voru meðal aðal forsenda staðarvalsins, ásamt auðvitað nálægðar við sjálfan Reykjavíkurflugvöll.

Kreppuspítalinn, miklu minni en upphaflegar áætlanir upp úr aldarmótunum gerðu ráð fyrir og endurnýjun á um 60.000 fermetrum á eldra húsnæði, varð samt niðurstaðan 2008-2012 og sem Alþingi samþykkti endanlega fyrir 2 árum. Forsendunum um umferðamannvirkin og Reykjavíkurflugvöll hins vegar kippt út af kröfu Reykjavíkurborgar, auk þess sem lóðin til framtíðarbyggingar, neðan nýju Miklubrautarinnar, var afturkölluð.

Heildarfjöldi sjúkrarýma eftir byggingu nýja kreppuspítalans verður rétt svipaður og við höfum þegar nú yfir að ráða, um 700 pláss, en þar sem eftirspurnin eykst árlega um 1.7% á ári. Reka verður því sjúkrahúsið í Fossvogi áfram og sameiningarhugsjónin, einn spítali undir einu þaki, fallin. Aðgengi verður auk þess stórlega skert á Hringbrautinni vegna fyrirsjáanlegra umferðahindrana og sjúkraflutningar með sjúkraflugi mikið lengdur með fyrirhuguðum nýjum flugvelli utan höfuðborgarsvæðisins. Allt að daglegir sjúkraflutningar hins vegar með þyrlum LHG á þyrlupall 5 hæðar spítalans stórhættulegir nánustu íbúabyggð og í raun kjarnastarfsemi spítalans sjálfs.

Vissulega verða vissar aðstæður mikið bættar miðað við sem nú er innan dyra á nýjum meðferðarkjarna á Hringbraut til að byrja með (bráðalækningar og skurðstofur sem og aðbúnaður sjúklinga á vissan hátt). En hversu lengi og hvað mega mistökin kosta okkur ef síðan eftir einn til tvo áratugi verður hvort sem er að byrja skipulagningu á endanlegu framtíðarsjúkrahúsi upp á nýtt sem uppfyllir allar kröfur um slíka framkvæmd. Bara fyrsti áfangi framkvæmda nú meðferðarkjarninn með rannsóknabyggingu er áætlaður um 50 milljarðar króna. Hækkar sennilega a.m.k. Um 20% og reynslan sýnir við illa undirbúin verk. Heildarkostnaður með endurnýjun á eldra húsnæði sem er víða ónýtt eða myglað fer væntanlega ekki undir 100-150 milljarða króna. Og allar þessar framkvæmdir á eins óhagkvæman máta og hugast getur í gamla miðbænum.

Nágrannaþjóðir okkar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð byggja gjarnan nýja fullkomna spítala á opnum og góðum svæðum fyrir töluvert lægri upphæð og sem endast munu mikið lengur. Með tryggu aðgengi fyrir alla og sjúkraþyrlur, auk mikið manneskjulegra umhverfi til útiveru og með teknu tilliti til sérþarfa sjúklinga. Einnig með nýjum nútímalegum lagnakerfum sem hugsuð eru frá byrjun og ekki er einu sinni til plön um ennþá í fjáráætlunum á Hringbraut.

SBSBS hafa síðan reiknað út að bara hagræðingarkostir við að byggja á sem hagkvæmastan máta á opnu svæði og reka vel hannaðan spítala sem mest undir einu þaki á besta stað (miðað við fastar fjárveitingar til LSH um 70 milljarðar á ári, eins og þær eru í dag), geti borgað upp byggingakostnaðinn á „besta stað“ með lántöku upp á 100 milljarða króna, á rúmlega hálfri öld.

Er ekki fyrir löngu kominn tími á að stjórnvöld og Alþingi hugsi málið allt upp á nýtt, áður en lengra er haldið og ólánsframkvæmdirnar hefjast fyrir alvöru á Hringbrautinni. Í stað þess að stinga hausnum endalaust í sandinn og hugsa í þverpólitískum kreppu- og vinagreiðalausnum á mesta hagsældartíma Íslandsögunnar. Betri spítala á besta stað (LSH-BSBS) á innan við 10 árum eins og nágrannaþjóðirnar gera og forða þjóðinni þannig frá mestu skipulagsmistökum sögunnar. Á því sem átti að heita þjóðargjöfin mikla og sem skiptir okkur öll miklu máli þegar mest á reynir.

Samgöngustofa hefur nú samþykkt varanlega lokun neyðarbrautarinnar 27.6.2017 (rauða brautin) og þar sem byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar við NA endann (á gömu Valslóðinni). Hvernig getur Ríkisstjórn Íslands og framkvæmdaráð LSH skipulagt Nýtt Þjóðarsjúkrahús til framtíðar sem tryggir ekki einu sinni lágmarks aðgang til spítalans fyrir neyðarflutinga úr lofti (hvorki með sjúkraflugi eða þyrlum) og byggt hefur verðið yfir neyðarbrautina og jafnvel Vatnsmýrina alla !!!!!

 

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn