Hlutverk ríkisútvarpsins ætti að vera öllum augljóst. Hvernig má það þá vera að RÚV vinni beinlínis kerfisbundið gegn megin hagsmunum þjóðarinnar og sem snýr að eftirliti með stjórn heilbrigðismála. Allir vita í hvaða kreppu þau hafa verið sl. áratugi og mikilvægi þess að fjármunum ríkisins sé sem best varið. Meðal annars til skapa sem mest réttlæti og jöfnun meðal þegnanna. Á tímum þegar flestir stjórnmálamennirnir og jafnvel Alþingi telja að hámarki sé náð í fjárútlátum til heilbrigðismálanna sem hlutfall af ríkistekjum og aukin einkavæðingin sé ein lausnin. Svipað sögu má sennilega segja um öll velferðarmálin.
RÚV hefur sl. ár neitað að miðla upplýsingum um hugsanlega skynsamlegri nýtingu fjármagns til heilbrigðiskerfisins og forgangsröðunar. Ákalli fjöldasamtaka eins og SBSBS sem hafa engra sérstakra eiginhagsmuna að gæta, hafa verið hundsuð og að þau þóknist ekki stjórnvöldum sem hafa ákveðið annað. Rökum hefur m.a. vart verið svarað þrátt fyrir mögulega hundruð milljarða króna hagræðingu í nýjum þjóðarspítala á miklu betri stað en ákveðið hefur verið. Sama á við um uppbyggingu í þjónustu heilsugæslunnar og minnkuðu álagi á bráðaþjónustur. Eins sem snýr jafnvel að bráðaflutningum bráðveikra og slasaðra í framtíðinni. Um betra skipulag lyfjamála og skynsamlegri notkun lyfja þegar jafnvel lífsnauðsynleg ódýrustu lyfin eru ekki til mánuðum saman í landinu. Allt sem skrifað hefur verið um en ekki virðist mega ræða opinberlega í kjölinn. Þjónustuna við langveika, aldraða og geðsjúka þekkja síðan allir. Mál sem reyndar fréttastofa RÚV tekur stundum upp eins og til að toppa tindana í fjölmiðlaumræðunni og sanna sig, en án þess að ganga sjált á fjöllin. Ásakar síðan göngufólkið sjálft, heilbrigðisstarfsmenn, þegar mistök verða. Í langvarandi raunniðurskurði og manneklu og leita mætti vel skýringa á í grasrótinni sjálfri fyrir fjölmiðli allra landsmanna!
Fréttastíll fréttamiðils sem þrífst mest á æsifréttum dagsins, getur vart talist mjög marktækur upplýsinga-og ríkisfjölmiðill. Ekkert frekar þótt hann fylli fréttatímana sína af erlendum innfluttum fréttum. Alvarlegast er samt meðvitaða ákvörunin um þöggun og sem snýr að bestu framtíðarlausn okkar allra.