Laugardagur 26.08.2017 - 12:05 - FB ummæli ()

Allur pakkinn í Albaníu

Á göngu milli Thethi og Valbona þjóðgarðanna.

 

Nú í lok ágúst fórum við hjónin í gönguferð á albönsku alpana með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Um einstaka upplifun var að ræða, bæði er varðar göngur í stórbrotnu umhverfi með frábærri leiðsögn og kynningu á lífsstíl, sögu og menningu albönsku þjóðarinnar. Þótt aðeins hafi verið um 10 daga ferð að ræða, náðum við að ferðast víða um norðurhluta Albaníu frá Tírana, með viðkomu í Kosovo. Keyrðum mikið á miklu verri fjallvegum en við eigum að venjast í eldgömlum rútum. Gengum um 90 km og á fjögur fjöll og fjallaskörð á aðeins 6 dögum, oft í töluverðum hita og sól, með heildarhækkun samtals hátt í 7000 metra.

Ferðasagan í frábærum hópi íslenskra ferðafélaga og albanskra leiðsögumanna verður skráð í áföngum. Upplifunin er enda enn í þúsundum brotum og kristöllum. Nú er ég alsæll að vera komin heim með allar minningarnar. Við sem hópur stóðum þétt saman gegn allskonar áskorunum og sem komu sífellt á óvart. Ofþornun á göngu þar sem vatnið gat verið vanfundið og svæsin hópsýking af magapest, var sennilega það sem reyndi mest á þolrifin. Langar voru hinsvegar göngurnar í óbyggðum fjallanna og þar sem hættur gátu falist við hvert fótmál ef óvarlega var farið. Eingin met samt slegin, en vináttu-ávingurinn þeim mun meiri. Áminningar um leið hvað heilsan skiptir okkur alltaf miklu máli. Allt til að fá að geta fengið að njóta lífsins til hins ýtrasta og ævintýra í fjöllum á framandi slóðum. Í landi sem er nú eitt hið fátækasta í Evrópu af veraldlegum gæðum og þar til fyrir þremur áratugum eitt það einangraðasta í heiminum vegna harðstjórnar. Sannarlega þó ekki af allri mannkynssögunni að dæma og sem endurtekur sig í sífellu eftir duttlungum og valdagræðgi okkar mannanna á mismunandi stöðum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Menning og listir · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn