Eftir að leyfi fékkst hjá flugmálayfirvöldum og hönnun þyrlupalls var lokið 2011, var ákveðið (2012) að loka neyðarbrautinni og byggja upp á Valslóðinni. Forsendu fyrir áframhaldandi nálægð við Reykjavíkurflugvöll var jafnframt kippt út úr skipulagi fyrir Nýjan Landspítala sama ár af kröfu Reykjavíkurborgar og sem upphaflega var ein meginforsenda fyrir staðarvali á Hringbraut upp úr aldarmótunum síðustu.
Í nýrri skýrslu samgöngumálaráðherra um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem kom út í vikunni segir meðal annars: „Ef loka á Reykjavíkurflugvelli árið 2024 þarf að gera ráðstafanir varðandi aðflug þyrla að Landspítalanum sérstaklega varðandi skipulag og notkun lands í Vatnsmýrinni.“
Ekkert nýtt áhættumat hefur hins vegar enn farið fram eftir árið 2012 vegna breyttra aðstæðna í Vatnsmýrinni þegar í dag og sjúkraþyrluflugið. Lokun neyðarbrautar og um leið aðal-aðflugsbrautar fyrir þyrlur að Nýjum Landspítala og byggingaframkvæmdir á Valslóðinni sem lokar síðustu aðkomuleiðinni næst spítalanum. Flestar þjóðir reyna hins vegar að tryggja 2-3 opnar aðflugsbrautir í hönnun nýrra þjóðarspítala eins og t.d. í Árósum í Danmörku.
Þyrlusjúkraflug eru þegar í ár hátt í 200 á ári, en upphaflegar áætlanir um not á þyrlupallinum við Nýjan Landspítalann voru aðeins áætlaðar milli 4-10 og aðeins í brýnni neyð! Áætlað mat fyrir þörf á þyrlusjúkraflugi er hins vegar áætlað milli 300-600 flug af landinu öllu ef vel á að vera og þar sem hver mínúta getur skipt máli að koma sjúklingi á bráðsjúkrahús. Eins er um 700 venjuleg sjúkraflug og tíminn skiptir oft líka miklu máli, ekki síst í tíma aksturs til og frá flugvöllum.
Léttar sjúkraþyrlur sem nú eru mikið í umræðunni til slíkrar þarfar ásamt þyrlum LHG og bent er á á í nýrri skýrslu fagráðs um sjúkraflutninga með þyrlum, hafa ekki leyfi flugmálayfirvalda til að lenda á þyrlupallinum á þaki Nýja Landspítalans við Hringbraut. Aðeins öflugar 2-3 mótora þyrlur sem geta haldið sér á lofti ef einn mótor bilar og vegna slæmra aðstæðna og ekkert opið svæði á jörðu niðri til nauðarlendinga. „Miðað er við að þyrlur sem noti pall séu í afkastagetu 1, þ.e. þyrla sem hefur þá afkastagetu að ef markhreyfill verður óvirkur þá geti hún lent á flugtaksstöðvunarsvæðinu eða haldið fluginu örugglega áfram til viðeigandi lendingarstaðar eftir því hvenær hreyfillinn verður óvirkur!“ En auðvitað geta allar þyrlur bilað alvarlega, ekki síst í slæmum veðrum. Pallurinn auk þess aðeins á 5 hæð við hlið sjálfs meðferðarkjarna spítalans. Lendingar munu auk þess valda mikilli truflun rétt við hliðina á kjarnastarfseminni vegna hávaða og mengunar.
Borgarstjóri Reykjavíkur var þess vegna beinlínis kjánalegur og í raun heimaskítsmát í Kastljósþætti vikunnar og þegar hann ræddi m.a um fyrirhuguð óleyfileg not léttari þyrla að þyrlupalli Nýs Landspítalans í framtíðinni. Um svipað leyti og núverandi áætlanir gera ráð fyrir að meðferðarkjarni NLSH verður kominn í gagnið og byggingaframkvæmdir hefjast að fullu í Vatnsmýrinni eins og hann óskar og Reykjavíkurflugvöllur farinn. En auðvitað gæti líka Nýr Landspítali verið á mikið betri stað, allra hluta vegna og við öll unnið taflið.