Sunnudagur 26.11.2017 - 08:10 - FB ummæli ()

Liggur ferskkjöts-söluspurningin stóra eftir EFTA dómsúrskurðinn, hjá vísindunum eða í markaðshyggjunni?

Það er ekki nema rúm hálf öld síðan sýklalyf fóru að vera aðgengileg og í raun ekki fyrr en í seinni heimstyrjöldinni sem þau voru verksmiðjuframleidd, þá fyrst fyrir hermenn bandamanna okkar. Eitt sterkasta vopnið í heimsvánni á þeim tíma. Rúmlega tíu árum fyrr hafði Alexander Flemming tekist að einangra penicillín úr sveppaskánum og er uppgötvuninni oft líkt við stærsta kraftaverk læknisfræðinnar og sem átti eftir að lengja meðalaldur mannkyns um áratugi. Eftir mikið streð og erfiði tókst Alexander í fyrstu að einangra aðeins nokkur grömm af hreinu penicillíni. Þegar Flemming var búinn að skrifa vísindagrein um vikni lyfsins, leituðu bresk yfirvöld strax til hans vegna lögregluþjóns sem var deyjandi af sýktum sárum eftir hundaárás og bit í London, sennilega klasakokkasýking í bland við aðrar. Vel að merkja að þá virkaði hreint penicillín á flestar bakteríur, en sem við vitum í dag að margar hverjar eru orðnar jafnvel alveg ónæmar fyrir sýklalyfjum. Streptókokkar (algengustu sýkingavalda loftvega), klasakokkar (algengustu sýkingavalda sára), E.coli (algengustu sýkingarvalda meltingakerfisins og þvagfæra) en sem eru líka hluti af okkar eðlilegu flóru og allt er í lagi.

Alexander lét af hendi allt penicillínið sem hann átti tiltækt, 2 grömm og sem samvarar um tveimur töflum í dag og var því dreift í nokkra skammta í æð lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn fékk góðan bata á fyrstu 2-3 dögunum, en grömmin tvö nægðu því miður ekki. Lögreglumanninum hrakað því fljótt aftur og lést stuttu síðar af völdum sýkingarinnar. Það var bara ekki til meira penicillín í heiminum! Nokkrum áratugum síðar og penicillínið var orðið verksmiðjuframleitt og ofnotað þá líka við hverslags sýkingum (oft veirusýkingum), varaði Flemming við að sýklarnir gætu myndað ónæmi fyrir sýklalyfjunum. Ekki síst er orsökin nú talin vera mikil notkun sýklalyfja í landbúnaði og kjötrækt í mörgum heimsálfum og sem er þa meira notað en við sýkingum mannfólksins. Staðreyndirnar tala síðan sínu máli og jafnvel flestar flórubakteríurnar orðnar ónæmar í sumum tilvikum fyrir algengustu og jafnvel öllum nýju sýklalyfjunum sem við höfum yfir að ráða. Ber hér í ljósi umræðunnar sl. vikur að nefna þær helstu og sem geta borist auðveldlega með innfluttum matvælum, aðallega hrámeti og fersku kjöti erlendis frá og þar sem þessir sýklar eru orðnir algengir. ESLB (sýklalyfjaþolnar E.coli) og MÓSI (aðallega svokallaða Samfélags eða Svína-MÓSI). Allt að 80% erlends fersk kjöts getur þannig verið smitað af þessari dýraflóru og sem getur smitast auðveldlega í okkar íslensku flóru mannanna, einkum til þeirra sem veikastir eru fyrir. Svo ekki sé talað um matareitrunarbakteríur eins og Kamphylóbakter sem víða eru miklu algengari en hér á landi og eftirlit með innflutningi í molum. Síðan jafnvel í dýrin okkar.

Sagan segir okkur hversu verðmæt sýklalyfin eru og þótt mörg ný sýklalyf hafi verið framleidd síðan, sum af stofni penicillíns, önnur ekki, að þá hafa eins og áður sagði engin ný lyf unnið upp á móti vanda vaxandi sýklalyfjaónæmis helstu sýkingavaldanna. Því þarf að fara vel með sýklalyfin í dag og nota ávalt þau þröngvirkustu sem kostur er á í byrjun og minnka þannig hættuna á flórusmit ónæmra stofna til annarra. Sýklyfin eru jú enn sterkustu vopn læknisfræðinnar ennþá daginn í dag, ekki síst tengt hátæknilæknisþjónustunni á spítölunum.

Stjórnvöld þurfa að skilja vandann tengt nýjum lögum og reglugerðum er varðar innflutning ferskrar matvöru og sem geta borið með sér sýklalyfjaþolnar/ónæmar bakteríur til landsins. Eins og læknarnir semja skýrar klínískar leiðbeiningar um skynsamlega notkun syklalyfja og um allt sem snýr að hreinlæti. Heilbrigðiskerfið og skipulag þjónustunnar þarf að taka mið af þessu. Að lyfjamálin/meðferðir standi traustari fótum og að ekki sé verið að flytja inn tilbúinn vanda tengt sýklalyfjaónæminu erlendis frá. Óháð okkar eigin notkun sýklalyfja og sem mætti vera minni, en sem óvíða í veröldinni mælist minni í landbúnaði. Væri nú a.m.k. ekki skynsamlegt að leyfa vafanum að njóta rannsóknarefans, lýðheilsunnar og dýraheilbrigðis á Íslandi vegna?

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/02/nr/5746

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn