Þriðjudagur 19.06.2018 - 01:35 - FB ummæli ()

Lífshættulegt tap gegn stjórnvöldum!!

Hið frækna landlið Íslands í fótbolta á HM í Rússlandi og sem sýnir hér samhug með keppinaut sínum, Nígeríu á föstudaginn.

Hvað sem segja má um byggingaáform Nýs Landsítala ohf. nú við Hringbraut og sem reyndar að margra dómi eru mjög misráðin, er víst að engin jafn mikilvæg gagnrýni hefur verið þögguð jafn rækilega niður af stjórnvöldum hér á landi á seinni árum. Einkum sl. 5-6 ár og eftir að ljóst var að upphaflegar forsendur voru brostnar á Hringbrautinni (og sem voru þó sér fyrirfram pantaðar af hagsmunaaðilum upp úr aldarmótunum síðustu, þar á meðal Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg.

Allan þennan tíma hefur ekki mátt ræða nýja staðarvalsathugun þrátt fyrir ótal rök fagaðila og stöðugt nýja forsendubresti. Í dag sjá flestir þessi rök og jafnvel að framkvæmdin stefni í gífurlegan sokkinn kostnað þegar upp verður staðið. Fyrir utan óhagræði og óþægindi á viðkvæmri spítalastarfseminni á Hringbraut meðan á framkvæmdum stendur. Aðgangshindranir fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk eru þó alvarlegastir næsta áratuginn í þessu dæmi öllu og jafnvel miklu lengur. Eins stórhættulegar sjálfskapaðar aðstæður fyrir sjúkraþyrluflutninga sem sífellt færist í vöxt og verða mikilvægari og lesa má nær daglega í fréttum.

Hvernig má þetta vera með jafn mikillvægt mál og að öll varnaðarorðin sem vel þekkja til, séu hundsuð. Jafnvel sett í fréttabann eins og hjá RÚV ohf. Rök sem flestir stjórnmálamenn sjá í dag en segja síðan að sé of seint að ræða! Allir vita að nýtt aðalskipulag Reykjavíkur (AR 2011-2030) þurrkaði út samgöngubætur sem skilyrtar voru í fyrra staðarmati á Hringbraut 2008 og sem urðu að vera til staðar ÁÐUR en framkvæmdir hæfust! Nú eins óvissa, og jafnvel stefnt að brottför Reykjavíkurflugvallar strax um svipað leiti og fyrsta byggingaáfanga á að verða náð 2024! Ein af annarri meginforsendum upphaflegs staðarvals á Hringbraut á sínum tíma.

Ekkert nýtt áhættumat á þyrlusjúkrafluginu við spítalann síðan gert eftir 2012, vegna gjörbreyttra hættulegra aðstæðna við spítalann, m.a. vegna staðsetningar þyrlupallsins og byggðarinnar nú allt í kring!

Þjóðinni á eftir að blæða fyrir þessa kúgun á skoðanafrelsi þjóðarinnar og klúðrinu á einni dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar. Gríðarlegur aukinn kostnaður hefur eins verið reiknaður við allar framkvæmdir í heildardæminu, miðað við ef byggt væri á besta stað! Stjórnvöld hafa meðvitað þannig hundsað allar ábendingar og hlutast jafnvel til þess með þöggun á ríkisfjölmiðlinum! Allir sjá þetta í dag nema e.t.v. þeir heilaþvegnu á Alþingi. Byggingamálin á þjóðarsjúkrahúsinu væru komin í miklu betri farveg í dag ef strax hefði verið hlustað, eða um svipað leiti og t.d. SBSBS (Samtök um betri spítala á betri stað) hóf baráttu sína, í bestu trú, fyrir um 5 árum síðan, án allra sérhagsmuna. Og vissulega mæti ennþá gera betur í dag ef bara allan viljan vantaði ekki. Þjóðin getur enn unnið þennan stórleik aldarinnar.

Í dag vantar reyndar miklu frekar mannskap í heilbrigðiskerfið, einkum hjúkrunarfræðinga, en endilega meiri steypu og stál á Hringbrautinni. Hálfu sjúkradeildarnar eru lokaðar vegna manneklu, eins og sjá má t.d. á öldrunardeildum, geðdeildum m.a. fíknigeðdeild og síðan á sjálfri Hjartagáttinni í sumar. Stöðugt lífshættulegt yfirflæði hefur síðan verið allt allt árið og miklu lengur á Bráðamóttöku LSH vegna langleguvanda og þjónustu við aldraða.

Lífshættulegu tafirnar sem stjórnvöld hamra bara á ef farið er í nýja og nútímalega staðarvalsathugun á framtíðarsjúkrahúsinu okkar eru þannig ekki byggingalegs eðlis. Nei, þær eru vegna þekkingar- og skeytingaleysi miklu frekar og vonandi ekki mannlegar óvildar. Með tilliti til mannlegrar gæsku, hugvits og reynslu sem býr í grunnlögum heilbrigðiskerfisins, bæði þess ríkisreka og einkarekna. Allra síst er þörf á að ríkisfjölmiðlar séu notaðir til að þagga niður umfjöllun á miklu hagkvæmari lausnunum, til skemmri og lengri tíma. Og það til að þóknast systurhlutafélögum í meirihlutaeigu ríkisins!

Við sem þjóð hljótum að geta gert kröfu um að 100-200 milljarða króna byggingafjárfestingar af almannafé og fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins næsta áratuginn, sé sem best varið og forgangsraðað sé eftir þörfum og hagkvæmni á hverjum tíma. Annars standa síðan bara húsin kannski tóm þegar yfir lýkur á henni Hringbraut?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn