Ítrekað verið bent á vanda sjúkraflugs hér á landi sl. ár og sem nálgast að vera 1000 á ári og eykst stöðugt. Aðallega er rætt nú um skert öryggi vegna lokunar neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Skertir samningar um flug alls staðar af landinu sem eru um 700 á ári, vöntun á flugbrautum fyrir vélar sem slíkt flug krefst úti á landi og vannýting á þjónustu þyrlusveitar LHG hefur einnig verið nefnt. Erlendum ferðamönnum fjölgar um 30% á ári og nýjustu fréttir herma að 80% aukning er á alvarlega slösuðum túristum í umferðinni á Íslandi 2015-2016 samkvæmt nýjustu fréttum og þar sem fyrri rannsóknir sýna að túristar eiga stærsta þátt í alvarlegustu umferðaslysunum á ófullkomnum vegunum landsins. Fyrirséð þannig vaxandi skerðing að nauðsynlegum öruggum flutningum á bráðveikum og slösum af landinu öllu til þjóðarsjúkrahússins til sérhæfðar greiningar og meðferðar og þar sem hver mínúta getur skipt máli.
Sem ákveðna lausn við vanda sem skapast hefur af lokun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli hafa stjórnvöld beint augum að opnun neyðarbrautar á Keflavíkurflugvelli sem mun kosta allt að 300 milljónir króna og sem samt engan vegin fullnægir þjónustu þegar um neyðartilfelli er að ræða og sem lengir flutning um a.m.k. eina klukkustund. Nú þegar er viðbragðstími fyrir sjúklinga með blóðþurrðarsjúkdóma (aðllega í hjarta og heila) oft allt of langur og fram kemur í nýrri grein í Læknablaðinu. Flugvöllum til notkunar fyrir almennt sjúkraflug hefur einnig stórlega fækkað sl. ár á landsbyggðinni og sem gera þessi mál öll vandmeðfarnari og eykur enn álag á sjúkraflutningum með þyrlum.
Forsvarsmenn ríkis og borgar vísa hvor á annan. Ríkið ber ábyrgð á framkvæmdum við Nýjan Landspítala og borgin á lokun neyðarbrautar. Árið 2012 gerðu þessir aðilar þó með sér samning að flugvöllur væri ekki skilyrði lengur við staðarval spítalans í samræmi við nýtt Aðalskulæag Reykjavíkurborg, AR 2010-2030 og sem fyrri skipulag gerði ráð fyrir ásamt stórauknum samgöngubótum til spítalans. Skipuleggjendur Spítal hópsins reikna síðan með að þyrlupallur verði aðeins notaður í undantekningatilfellum við sjúkraþyrluflugið eða sem samsvaraði um innan við 12 lendingum á ári (árið 2012) en þegar sjúkraflutningar með þyrlum LHG nálgast nú að vera um 300 á ári!! Í um helming slíkra flutninga er um alvarlegra veika eða slasaða að ræða sem þurfa að komast sem fyrst undir læknishendur til frekari greiningar og meðferðar. Áverkar og veikindi eru oft enda óljósir í byrjun og þar sem flestir þurfa á síðar skurðaðgerðum og gjörgæsluplássi að halda. Til að kóróna vitleysun er síðan enn þrengt að lendingarsvæði að fyrirhuguðum þyrlupalli með byggingum allt í kring, meðal annars á Valslóð og gamla enda neyðarbrautarinnar. Löngu er ljóst að aðeins verði leyfðar lendingar á 2-3 mótora þyrlum vegna öryggissjónarmiða, en ekkert tillit samt tekið til mengunar, hávaða sem fylgja þyrufluginu á viðkæmu spítala- og rannsóknastarfseminni eða auðvitað stórslysahættu á spítalalóðinni sjálfri og meðferðarkjarna ef plan A gengur nú ekki upp einhverja hluta vegna og vill verða!!
Eins er bent á í Læknablaðinu að sennilega séu þyrlusjúkraflutningar þegar í dag vannýtt tækifæri hér á landi og bent jafnvel á þörf á léttari þyrlum til sjúkraflutninga, t.d. frá Suðurlandi. Eins og nú horfir er því allt útlit fyrir að flutningstími sjúkra og slasaðra að þjóðarsjúkrahúsinu okkar og sérhæfðrar læknishjálpar geti lengst til muna í framtíðinni með lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar og staðsetningar Nýs Landspítala við Hringbraut þar sem aldrei verður hægt að bjóða upp á öruggt sjúkraþyrluflug. Er þetta það sem þjóðin kaus varðandi endurreisn heilbrigðiskerfisins árið 2017 og fyrir nána framtíð?
http://www.laeknabladid.is/tolublod/2017/01/nr/6182