Klasakokkar valda flestum sárasýkingum meðal manna og dýra. Sýklalyfjaþolnir klasakokkar, svokallaðir Samfélags-MÓSAR (MRSA) eru sem betur fer ekki almennt þekktir í okkar almennu manna- og dýraklasakokkaflóru á Íslandi og sýkingar tengdir þeim því sjaldséðar hér á landi. Þessu er öðruvísi farið í öðrum löndum þar sem hlutfall slíkra sýkinga eru oft algengar. Upphafleg uppspretta slíkra sýkla er að hluta frá landbúnaði, tengt dýraeldi og kjötrækt og þar sem sýklalyfjanotkun er mikil. Allt að 80% fersk svínakjöts til manneldis hefur þannig mælst smitað af Samfélags-MÓSUM í Danmörku og rannsóknir hafa sýnt að allt að þriðjungur svínabænda þar bera MÓSA í nefi. Þannig komnir í normalflóruna þeirra og sem smitast geta auðveldlega í sár og í aðra einstaklinga sem þeir umgangast. Í Danmörku einni greinast um 4000 tilfelli MÓSA-sýkinga/smita á ári hverju. Að flytja inn ferskt kjöt erlendis frá, smitað af sýklalyfjaþolnum flórubakteríum dýrsins beint í kjörborð íslenska kaupmannsins er álíka og sérpanta mikinn ófögnuð og ógn við íslenska lýðheilsu í sérútbúnum neytendaumbúðum. http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2017/11/20/samfelagsmosar-i-hrau-kjoti-og-sarasykingum/
Það sem gerir kannski vandann sérstakan á Íslandi er hvað smitleiðir nýrra stofna sýkla, sérstaklega sýklalyfjaónæmra, getur orðið hraður. Þar ræður miklu, mikil sýklalyfjanotkun almennings, ekki síst meðal ungra barna (hæst á Norðurlöndunum). Einnig hátt hlutfalla barna í leikskólum og mikil þátttaka almennings, sérstaklega ungs fólks í hópíþróttum í íþróttahúsum, á gervigrasvöllum, líkamsræktarstöðvum og á sundstöðunum og þar sem hreinlæti er víða ábótavant og eftirlit í lágmarki. MÓSAR hafa t.d. náð að verða 30-40% orsök sárasýkinga á vissum sambærilegum stöðum erlendis. Við höfum líka reynslu af mjög hraðri útbreiðslu nýrra fjölónæmra pneumókokka í nefkoksflóru íslenskra barna (allt að 20% á árunum 1990-2000) og sem hefði átt að vera okkur góð lexía hvað þekkingu varðar á áhrifaþáttum dreifingar sýklalyfjaónæmra stofna í landsflóruna.
Heilbrigðisstofnanir hér á landi hafa hingað til a.m.k. leitað MÓSA-smitbera sem þangað sækja þjónustu til að hefta útbreiðslu og ef sjúklingur hefur dvalist á heilbrigðisstofnum erlendis sl. mánuði. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sem meðhöndlað hefur MÓSA-smitbera á einhverju stigi (líka samfélagsmósa), eru sendir í kembileit og mega ekki vinna með aðra sjúklinga fyrr en hugsanlegt smit hefur verið upprætt. Samt á að samþykkja nú að sýklalyfjaónæmu saurgerlarnir (ESBL E, Coli) og samfélagsmósarnir (MRSA) verði fluttir inn erlendis frá með hráu fersku blæðandi kjöti og í umbúðum sem alltaf geta lekið (frosið kjöt heftir þessa smithættu hins vegar mikið). Í kjötborð kaupmannsins og þá á aðrar kjötvörur og síðan í eldhús landsmanna. Þegar lýðheilsumarkmiðin eru að því er virðist látin víkja fyrir hagsmunum Samtaka verslunarinnar, í nafni neytendaverndar og gæða!!!