Ekki mátti ræða opinberlega almannaheill, dýrustu skipulagsmistök aldarinnar og óöryggi sjúkraflutninga að fyrirhuguðum nýjum þjóðarspítala, frekar en árin á undan!!!
Á sama tíma og þjóðin lofsyngur björgunarsveitirnar um hver áramót og sem vinna sína vinnu ókeypis og án stjórnmálalegs hagsmunapots.
“Málefnalegri gagnrýni um áframhald framkvæmda á Hringbrautarlóðinni er ósvarað og reyndar eins og aldrei hafi verið gærdagurinn. Framkvæmdaraðilinn Nýr Landspítali ohf. lætur sér fátt um finnast. Ekki heldur að umræðan sé tekin upp hjá systurhlutafélaginu RÚV ohf., með þöggunina að vopni eins og verið hefur sl. ár. Alls ekki má ræða forsendubrestina nú, vöntun á nauðsynlegum samgöngubótum og sem ráðast hefði átt í FYRIR framkvæmdirnar og ítrekaðar voru í síðasta staðarmati stjónsýslunnar, Fjársýslu ríkisins 2008. M.a. vegna aðgengis nauðsynlegra bráðaflutninga með sjúkrabílum gegnum borgina og inn í hana frá nágrannasveitafélögum. Eins er varðar öryggi venjulegs sjúkraflugs sem í dag eru um 800 á ári og áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni sem leikur þar lykilhlutverk. Eins möguleg notkun neyðarflugbrautarinnar í vissum veðurskilyrðum, og sem þá um leið var hugsuð sem ávalt opin möguleg aðflugsleið þyrlna (yfir brautina) að spítalanum”