Laugardagur 29.12.2018 - 11:16 - FB ummæli ()

Þöggun ársins 2018 – fréttastofa RÚV

Ekki mátti ræða opinberlega almannaheill, dýrustu skipulagsmistök aldarinnar og óöryggi sjúkraflutninga að fyrirhuguðum nýjum þjóðarspítala, frekar en árin á undan!!!
Á sama tíma og þjóðin lofsyngur björgunarsveitirnar um hver áramót og sem vinna sína vinnu ókeypis og án stjórnmálalegs hagsmunapots.

“Málefnalegri gagnrýni um áframhald framkvæmda á Hringbrautarlóðinni er ósvarað og reyndar eins og aldrei hafi verið gærdagurinn. Framkvæmdaraðilinn Nýr Landspítali ohf. lætur sér fátt um finnast. Ekki heldur að umræðan sé tekin upp hjá systurhlutafélaginu RÚV ohf., með þöggunina að vopni eins og verið hefur sl. ár. Alls ekki má ræða forsendubrestina nú, vöntun á nauðsynlegum samgöngubótum og sem ráðast hefði átt í FYRIR framkvæmdirnar og ítrekaðar voru í síðasta staðarmati stjónsýslunnar, Fjársýslu ríkisins 2008. M.a. vegna aðgengis nauðsynlegra bráðaflutninga með sjúkrabílum gegnum borgina og inn í hana frá nágrannasveitafélögum. Eins er varðar öryggi venjulegs sjúkraflugs sem í dag eru um 800 á ári og áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni sem leikur þar lykilhlutverk. Eins möguleg notkun neyðarflugbrautarinnar í vissum veðurskilyrðum, og sem þá um leið var hugsuð sem ávalt opin möguleg aðflugsleið þyrlna (yfir brautina) að spítalanum”

Strútseðli ráðamanna í málefnum LSH, eða hvað veldur?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn