Föstudagur 22.11.2019 - 11:00 - FB ummæli ()

RÚV mýrin

Nú er þáttur í sameiginlegum hagsmunum RÚV ohf, Reykjavíkurborgar og Nýs Landspítala ohf. með tilliti til staðsetningaákvörðunar nýja þjóðarspítalans á Hringbraut skýrari og sem Alþingi lagði blessun sína yfir 2014.

https://www.visir.is/g/2019191129677/sameiginlegir-hagsmunir-med-borginni-gerdu-ruv-gjaldfaert-

Reykjavíkurborg hefur frá aldarmótum lagt ofuráherslu á staðsetningu byggingaframkvæmda nýs þjóðarspítala á Hringbrautarlóð þar sem gamli Landspítalinn er, til að missa ekki mögulegt dýrt íbúa- og þjónusubyggingarland á miðbæjarsvæðinu frá sér. Fyrir liggur umsókn Reykjavíkurborgar til ríkisins um kaup á 5.9 hekterum byggingarlands í Efstaleiti þegar árið 2013. Nýtt byggingasvæði sem græða mátti á, án þess að borgin ætti á hættu að missa stærsta vinnustað landsins frá sér út fyrir borgarmörkin og staðsetning nýja spítalans á Hringbrautarlóð væri tryggð. Þöggun á allri umræðu um aðra möguleika kom sér því mjög vel fyrir meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkurborgar og Nýs Landspítala ohf. Þegar árið 2014.

Fréttastofa RÚV átti sem sagt ekki að “rugga bátnum” þegar hér er komið við sögu eins og segir í bréfi ritstjóra Kastljóssins 2015 um frekari staðsetningarmöguleika þjóðarspítalans og margsinnis hafði verið bent á, m.a. hjá Samtökum um betri spítala á besta stað (SBSBS) og nokkrir miklu betri og hagkvæmari kostir til lengri tíma nefndir í því sambandi (t.d. Fossvogur, Vífilstaðir, Keldnaland)

Margir græddu nema auðvitað þjóðin sjálf og auðvitað frjálsa óháða fjölmiðlunun í landinu. Rekstur RÚV ohf. var tryggður um tíma. Hugmyndir um Fossvogsspítala sem þjóðarspítala var síðan endanlega eytt út af borðinu með byggingaframkvæmdunum nú í Efstaleiti. Kostur sem var að margra mati samt miklu fýsilegri upphaflega en framkvæmdirnar nú á Hringbrautarlóð og allir sjá best í dag.

Leiða má sterkum líkum að þessi flétta Reykjavíkurborgar og RÚV ohf./ Nýs Landspítala ohf. kosti ríkið og almenna skattborgara í landinu öllu, tugi milljarða króna  í afleiddum kostnaði ýmiskonar. M.a. með fyrirhugaðri umferðamannvirkjagerð eins og Miklubrautina í stokk (og sem búið var að þurrka út í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, AR 2010-2030) og ríkið þarf að kosta að stærstum hluta. Auðvitað til að tryggja a.m.k. lágmarks aðgengis að væntanlegum nýjum Meðferðarkjarna á Hringbraut, hvað annað?? Auk síðan auðvitað miklu hærri sokkins kostnaðar og ef hugsa þarf allt dæmið upp á nýtt í náinni framtíð.

“Sameiginlegir hagsmunir Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar urðu til þess að byggt var íbúðarhúsnæði á lóðum í kringum Útvarpshúsið í Efstaleiti. Með samningnum við Reykjavíkurborg varð RÚV sér úti um 1,5 milljarða króna sem afstýrði því að stofnunin yrði ógjaldfær.”

 

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn