Sunnudagur 15.12.2019 - 14:14 - FB ummæli ()

Litla Ísland líka á heilbrigðisógnarkortinu

Nýútkomin er skýrsla bandaríska landlæknisembættisins/sóttvarnalæknisins CDC um sýklalyfjaónæmið þar í landi 2019 og dreifingu, meðal annars erlendis frá og milli landa. Umhverfis- og heilbrigðisógb sem skilgreind er mesta heilbrigðisógn mannkyns í af Alþjóða heilbrigðusstofnunni, WHO. Á myndinn að ofan er sýndur meðal annars flutningur á fjölónæmum sýklastofnum frá Spáni til Íslands sem gæti hafa verið spænski-íslenski 6B pneumókokkastofninn sem við rannsökuðum vel um árið og náði gífurlegri útbreiðslu, m.a. meðal barna og ollu í mörgum tilvikum efiðum sýkingum. Meðal annars eyrnabólgum, lungnabólgum og heilahimnubólgum sem aðeins var hægt að meðhöndla með sterkustu sýklayfjum sem völ var á og sem gefa þurfti í æð á sjúkrahúsi.

Fókusinn er á smit milli manna og eins frá dýrum og landbúnaðarvörum í menn. Á sama tíma og við ætlum að fara að flytja inn ófrosið kjöt frá smituðm svæðum erlendis frá um áramótin, af sýklalyfjaónæmum sameiginlegum flórubakteríum manna og dýra (m.a. colibakteríur/ESBL og klasakokka/MÓSAr) !!!!

https://www.cdc.gov/drugresistance/pdf/threats-report/2019-ar-threats-report-508.pdfr

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn