Sennilega slasast vel yfir 1000 Íslendingar misalvarlega á ári í rafskútuslysum og aukningin verið ískyggilega hröð sl. 2 ár. Líkja má slysatíðninni sem alvarlegum lýðheilsufaraldri. Höfuð- og hálsáverkar, skurðsár og brotnar tennur eru algengir áverkar. Beinbrot á útlimum sömuleiðis. Sumir áverkkana eru lífshættulegir. Ekki er óalgengt að allt að 5 einstaklingar leiti á BMT LSH á hverri 8 tíma vakt, með áverka eftir rafskútuslys hverskonar. Tíðni þessara slysa er orðin algengari en reiðhjólaslys og þótt töluverð aukning hafi orðið á slíkum slysum hin síðari ár, einkum með innleiðingu rafreiðhjóla og kappaksturshjóla. Allt slys sem eru margföld algengari en eftir bifreiðarslys í borginni.
Það þarf síðan auðvitað ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á slysahættunni sem felst í miklum hraða, allt að 40 -50 km/klst á göngustígum borgarinnar. Margir algörlega óvarðir hvað hlífðarbúnað varðar og oft hjálmlausir.
Rafskútuleigur sem auglýsa grimmt þessa daganna láta eins um samgöngubyltingu sé að ræða, lýðheilsunnar vegna. Jafnvel minniháttar slys getur hins vegar haft alvarlegar langtímaafleiðingar og hindrað hreyfifærni til langs tíma. Ótalin eru þá hundruð alvarlegra slysa sem jafnvel valda varanlegri örorku og lýti, oft með miklum kostnaði fyrir einstaklinga og aðstandendur. Tap samfélagsins alls er líka mikið í sjúkra-, lyfjakostnaði og vinnutapi.
Stemma má stigu við þessum rafskútuslysum með a.m.k. einhverjum skorðum á útleigu rafskutla. Einkum á kvöldin og nóttunni eins og gert er sumstaðar erlendis og ætla má að ökufærni margra sé skert vegna áfengis eða vímuefnanotkunar. Sumir vilja þanning jafnvel spara sér leigubílaakstur. Hvað eigendur rafskúta gera með sín eigin tæki er auðvitað annað mál og fræðsla og vitundarvakning um slysahættu sennilega vænlegasta vörnin.
Það er að minnsta kosti dapurlega lífsreynsla þessa daganna að sjá marga einstaklinga koma á BMT eftir nýja tegund slysa sem áður þekktust lítið sem ekkert. Allt vegna normaliseringar á m.a. nýrri samgöngustefnu borgarinnar og sjá má m.a. í meðfylgjandi grein í Morgunblaðinu í gær. Þar er beinlínis gróða- og markaðshyggjan látin ráða för með útleigu á rafskutlum á öllum tímum sólarhringsins, nánast eftirlitslaust og án nokkurra kvaða.