Laugardagur 25.05.2024 - 14:13 - FB ummæli ()

Miklar blikur á lofti með öruggt sjúkraflug á Íslandi

Velheppnað sjúkraflug frá Gjörgi um daginn

Örygg heilbrigðisþjónusta er grundvöllur búsetu í dreifbýli og í uppbyggngu ferðaþjónustunnar á Íslandi sem hefur stóraukist sl. ár. Mennig þjóðarinnar og hagsæld með öflun gjaldeyristekna, liggur undir til framtíðar.

Aukinn veikleiki er hins vegar víða um land í mönnun heilbrigðisstétta, lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraflutngsmanna, auk aðstöðu og möguleika á öruggum sjúkraflutningum (fáir sjúkrabílar einkum ef hópslys verða og í fækkun flugvalla víða um landið og sem nota mátti áður til sjúkraflugs).

Þörf á sjúkraflugum hefur stóraukist sl. ár og eru nú um 1000 talsins á ári, aðallega til Landsspítalans, meginmiðstöð bráðamótöku á landsvísu og eins í minna mæli til FSA á Akureyri. Um 300 útköll eru til LHG með sjúkraþyrluflugi. Í um 60% sjúkrsflutninga getur hver mínúta í töfum skipt miklu máli, jafnvel skilið milli lífs og dauða. Þetta er hlutfall sjúklinga sem þurfa á bráðri skurðaðgerð að halda eða gjörgæsluplássi. Á síðustu misserum hefur verið mikið rætt að stórauka þyrfti þessa þjónustu með fleiri viðverustöðum sjúkraþyrla og betri mönnunar, m.a. með staðsetningu þyrlu frá LHG á Akureyri, en sem nýlega var lagt til hliðar vegna fjárskorts.

Miklar blikur hafa verið á lofti með áframhaldandi viðveru Reykjavíkurflugvallar til framtíðar og þar sem flest sjúkraflug enda. Löngu er búið að loka neyðarbrautinn NA-SV og sem hugsuð var líka sem aðflugsbraut fyrir sjúkraþyrluflug að Nýjum Landspítala. Reykjavíkurborg hefur reyndar viljað allan flugvöllinn sem fyrst burt, jafnvel þótt hann hafi verið ein meginforsenda í staðarvali Nýs Landspítala við Hringbraut á sínum tíma og sem Reykjavíkurborg sjálf lagði eindregið til að yrði valin.

Um 60-100 lendingar þyrlu LHG enda á þyrluflugvelli við LSH í Fossvogi í dag og þar sem aðstaða hefur til skamms tíma verið til fyrirmyndar. Nýjustu heimildir herma að hætt hafi verið við áætlaðan þyrlupall á 5 hæð Nýs Landsspítala við Hringbraut, enda öll aðstaða til þess mjög varasöm og allir ættu að sjá. Þar til nýlega hefði hins vegar mátt gera ráð fyrir þyrluflugvelli við spítalalóðina á gamla BSÍ reitnum, en sem Reykjarvíkurborg hefur þegar ráðstafað til íbúða- og þjónustubygginga. Í upphaflegum plönum um Nýjan Landspítala á Hringbraut var sú lóð reyndar frátekin fyrir stækkunarmöguleika síðar fyri spítalann, enda spítalanum öllum mjög þröngur stakkur búinn. Allt aðflug að spítalasvæðinu hefur eins verið gert mjög erfitt með uppbyggingu á gömlu Valslóðinni, og hringurinn þannig í raun lokaður. Nýjustu hugmyndir stjórnvalda er því bygging þyrluflugvölls við Nauthólsvíkina og sem þyrlulæknar BMT LSH og LHG hafa með aðsendri grein á Vísi í dag bent á að sé alls ófullnægjandi með tilliti til öruggs lágmarksflutningstíma bráðveikra og alvarlegra slasaðra. Á tækniöld og nútímalegrar hönnunar á nýjum bráðasjúkrahúsum um víða veröld.

Þetta allt er með ólíkindum og sem varað var við í upphafi áætlana á staðarvali Nýs Landspítala, löngu áður en framkvæmdir hófust á Hringbrautarlóðinni fyrir meira en áratug.

Allt nú nýjar aðstæður og raunverleiki sem bladir við og sem gerir allt sjúkraflug miklu óvissaraog óörggura en áður og sem við höfumst vanist sl. áratugi. Enn og aftur frestast líka að framkvæmdum ljúki yfir höfuð, en fyrsta áfanga meðferðarkjarna með rannsóknahúsi hefði átt að ljúka á þessu ári, en stefnt nú að þeim ljúki 2028-2030.

Aðgangur landveginn að spítalanum hefur heldur ekki verið leystur, en sem átti samkvæmt forsendum upphaflega að vera lokið áður en framkvæmdir hæfust. Ef sjúkraflutningar flug-og vegleiða á yfirborði borgarinnar er ómöguleigir má allt eins gera ráð fyrir að skipulagsyfirvöld leggi til til jarðgöng og sem nú virðast í tísku á teikniborðinu. Hluti af mestu skipulagsmistökum 21. aldarinnar.

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/11/13/vanhugsad-thyrlusjukraflug-yfir-thingholtin-og-a-nyja-landspitlann/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2023/11/28/nytt-bradasjukrahus-a-hringbraut-med-skertu-og-haettulegu-adgengi-sjukraflutninga/

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn