Föstudagur 13.11.2015 - 13:15 - FB ummæli ()

Vanhugsað þyrlusjúkraflug yfir Þingholtin og á Nýja Landspítlann?

image

Svokölluð dead-curve fyrir þyrluflug (Bell 204B) sem ræðst af hraða og hæð frá jörðu. Þannig þarf flug að nást utan rauðu kúrfunnar og ef vélarbilun verður.

Þyrluaðflug mun alltaf verða varhugavert yfir lágreista spítalaþorpinu í Þingholtunum og þar sem ekki verður nein aðstaða til neyðarlendingar á opnum svæðum. Þyrlupallurinn (helipad) sem hefur verið hannaður þar m.t.t. öryggis er fyrir miklu fullkomnari þyrlur en við eigum í dag, svokallaðar 3 mótora þyrlur (hönnunarþyrlan í undirbúningsskýrslunni), kosta auk þess mikið meira og eru miklu dýrari í rekstri. Alltaf hefði samt þurft að tryggja plan B – öryggisplan- við aðstæður sem þessar í Þingholtunum að mínu mati og sem aðeins verður gert með léttari þyrlum og opnu svæði nálægt í að- og fráflugsstefnu. Varla sem neyðarbrautinni í Vatnsmýrinni heldur gerir og verður látin fara. Þannig afskaplega heimskulegt og hættulegt aðeins eitt plan A nú verð ég að segja og sem toppar vanhugsun í Hringbrautarmódelinu öllu saman og sem ég hef oft komið inn á áður tengt öðrum aðgengishindrunum þar;

„Eitt af því sem ekki hefur heldur fengið umfjöllun sl. ár (við Hringbrautaráætlunina) er öryggi sjúkraflutninganna, sérstaklega með þyrluflugi og sem skiptir sennilega Íslendinga meiru máli en flestar aðrar þjóðir, af landinu öllu og miðunum umhverfis. Ég er reyndar ekki flugmenntaður, en hef starfað í yfir 30 ár á Bráðamóttöku LSH. Í raun nokkrum árum áður en þyrlulendingaraðstaðan var hönnuð við gamla góða Borgarspítalann. Öll þessi ár og í misslæmum veðrum hafa þyrlulæknarnir talað um öryggið að hafa plan B til lendingar á túnunum þar í kring. Við venjuleg skilyrði lendir reyndar þyrlan eins og býfluga beint ofan á þyrlupallinn, en við verstu skilyrði og sérstaklega ef vélarbilun verður, þarf þyrlan að hafa aðgang að opnu svæði í aðflugs/fráflugsstefnu. Því hærri sem þyrlupallur er fyrirhugaður á byggingum erlendis, því lengra frá getur hinsvegar neyðarsvæðið verið (opið svæði) og reikna má einnig út úr grafinu að ofan. Þyrluflug er a.ö.l. mjög öruggur flutningsmáti slasaðra af slysstað, en oftast er aðeins er um eina heimkomuáætlun er að ræða, nú í framtíðinni á þyrlupall á þaki 5 hæðar Nýja spítalans í Þingholtunum eða nærliggjandi flugvelli á höfuðborgarsvæðinu? Ófullkomin aðstaða til lendingar á sjúkrahúsi skapar líka mikið óöryggi áhafnar, sjúklinga og nærliggjandi spítaladeilda.“

image

Gamli góði Borgarspítalinn okkar og bráðasjúkrahús allra landsmanna með þyrluvöllinn sinn góða, en sem farið er að þrengja að.

Nú er þannig ljóst að kaupa þarf öflugar og dýrar 2-3 mótora þyrlur og að skilyrðum um fullt öryggi verður aldrei náð varðandi aðstæður í Þingholtunum með aðeins einn þyrlupall (helipad) á þaki 5 hæðar Nýja Landspítalans samkvæmt fyrirliggjandi teikningum. Vaxandi áhersla er hins vegar lögð á litla þyrluvelli (heliport) erlendis við stór sjúkrahús (t.d. í Danmörku, Þýskalandi og Bandaríkjunum) sem gjarnan eru hafðir sem næst jörðu og sem getur rúmað 2-3 þyrlur þess vegna samtímis og sem er mikið öryggisatriði auðvið ef bilun verður svo völlurinn/pallurinn teppist ekki. Að mörgu leiti uppfyllir litli völlurinn í Fossvogi betur öll skilyrði í dag, þótt aðeins ein þyrla rúmast þar (sjá mynd) og opnu aðflugssvæðin þar nokkuð tryggð eftir vindáttum. Þannig má sjá að um mikla afturför er að ræða nú með áætlað þyrlusjúkraflug framtíðarinnar á Hringbraut, og þá eina bráða- og hátækni/háskólasjúkrahúsi landsins.

Fyrir áhugasama þá er tenging á hönnunarskýrsluna á þyrlupallinum á Nýjum Landspítala við Hringbraut hér sem gaman væri að fá skoðun á frá flugmönnum; https://drive.google.com/open?id=0B91EwWZv2AGmb3JOcEZBRTdLUmc

https://en.wikipedia.org/wiki/Helicopter_height–velocity_diagram.

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/10/06/adeins-um-adgengi-og-oryggismal-nyja-landspitalans/

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn