Mánudagur 23.11.2015 - 10:26 - FB ummæli ()

„Ich bin ein Berliner“

Ich_bin_ein_Berliner_Speech_(June_26,_1963)_John_Fitzgerald_Kennedy_trimmed.theora.ogvÞessi orð eru fræg tilvitnun úr ræðu JFK forseta Bandaríkjanna í Vestur-Berlín fyrir rétt rúmri hálfri öld síðan (1963), rúmu ári eftir að Rússar byggðu Berlínarmúrinn til að aðskilja vesturpart Berlín frá austurhlutanum. Í Kalda stríðinu svokallaða til að koma í veg fyrir flóttamannastraum til vestursins og frelsisins. Orð gegn kúgun, lokuðum og einangruðum samfélögum. Stórmenn í sögunni sem hefur verið til umræðu í fjölmiðlum hér á landi af öðru tilefni og virkað hefur viðkvæmt fyrir suma. Fræg orð sem samt lifa og eiga að lifa og sem voru látin falla til stuðnings hinu opna og lýðræðislega samfélagi sem við viljum öll búa í. Gegn sérhagsmunum minnihlutahópa og eins fyrir eina þjóð í samfélagi þjóðanna.

Fjármálakerfið okkar var tekið í gegn og ekki af góðu eftir hrun, með Rannsóknarskýrslu Alþingis. Aðrir hafa bent á að svipað hefði þurft að gera með aðra stjórnsýslu, ekki síst heilbrigðiskerfið og þar múrar eru ófáir. Kirkjan hefur eins opnast í sínu umburðarlyndi og þurft að taka rækilega til í sínum innri málum. Það heldur ekki af góðu, ljótum málum þegar gröftur spýttist opnaðist loks upp á yfirborðið eins og við sprungin kýli. Sama hefur upplýst varðandi ýmsa félags- og samfélagsþjónustu barna- og fatlaðra gegnum árin þar sem múrar voru reistir. Allt til dagsins í dag, víða um landið.

Því er því sannarlega engin skömm að menn og konur vilji líkja sinni hugmyndafræði við hugmyndafræði JFK, þessa ágæta manns og sem ég hef svo sem skrifað um áður. Ætti í raun að vera takmark flestra stjórnmálamanna og þótt sagan dæmi verk þeirra síðan auðvitað að lokum. Ég telst hins vegar ekki til stjórnmálamanns og á í raun hvergi heima á þeim vettvangi. Samfélag okkar er enn furðu lokað, ekki síst í stjórnsýslunni og í stjórnmálaflokkunum sjálfum. „Á stríðstímum verða oft til hetjur. Í dag vantar okkur foringja til að sameina okkur um einhvern góðan málstað og stefnu. Manneskju með áræðni, kraft og elju eins og ég var reyndar búinn að kynnast strax á barnsaldri. Einhvern sem getur talað milliliðalaust til þjóðarinnar og sem allir treysta. Þótt við lifum á erfiðum tímum í mikilli upplausn, komum við ekki auga á óvininn. Við eigum í stríði við okkur sjálf. Óvinurinn hefur einhvern veginn læðst inn á milli okkar og er jafnvel einn af okkur. Við  finnum ekki foringjann og reiði okkar beinist að hvort öðru. Okkur vantar hetjur og að þora.“. Þetta skrifaði ég fyrir 5 árum, nýbyrjaður að blogga og sem ég helda að eigi jafn vel við í dag.

Stjórnsýslan beitir sér enn gegn umbótum víða í þjóðfélaginu og þar sem unnið  er jafnvel beint eða óbeint gegn almannaheill. Siðfræðin er víða afbökuð og jafnvel stundum látin víkja fyrir vísindalegri hugsun og hagsmunum Háskólasamfélagsins. Eitt dæmið er t.d. stuðningur, með þögninni aðallega, á lífsýnasöfnun meðal þegnanna í nafni „Útkalli til þjóðar“ um árið. Ákvörðun um staðsetningu Nýs Landspítala við Hringbrautarlóð er enn eitt slíkt mál og þar sem hagsmunir stjórnsýslu Háskólans og Reykjavíkurborgar eru látin ráða fyrir skyndigróða þeirra sjálfra. Staðreyndir afbakaðar og fóstbræðrabönd ólíkra eldri stjórnmálamanna og frammámanna látin ráða með samþykkt Alþingis sem auðvitað má breyta með nýjum lögum og nýjar staðreyndir liggja fyrir. Aðallega samt í dag með þögninni á gömlum úrheltum markmiðum og gegn betri vitund.

Sjálfur hef ég skrifað um þessi málefni og synnt oft gegn gegn straumnum sl. ár. Og þrátt fyrir áratuga rannsóknavinnu og ákveðnu gæðaþróunarstarf í nafni vísinda og Háskóla Íslands, mæta niðurstöður takmörkuðum velvilja háskólasamfélagsins sjálfs. Þar sem þær eru óþægilegar stjórnvöldum og jafnvel særandi fyrir kollega í ríkjandi kerfi. Kallar á uppstokkun og nýja hugsun, m.a. í skipulagi heilbrigðismála og verklagi lækna. Eins er varðar samskipti og uppbyggingu sjálfrar heilsugæslunnar, grunnstofnun almenns heilbrigðis og forvarna. Sumir vinir mínir hafa reyndar kallað mig Don Kíkóta, hefur ekkert með DeCode að gera, heldur riddarann spænska sem stöðugt barðist við vindmillur. Það er svo sem í lagi og ef árangurinn verður að lokum enginn hjá mér. Ég vil þó mikið frekar vera kallaður Berlínarbúinn undir slagorðinu, Ich bin ein Berliner, og með þeim markmiðum sem í orðunum felst. Kannski of stór orð. Ekki samt í hátíðarræðum eða á flokksfundum, heldur einfaldlega með opnu lýðræði og tjáningu í netmiðlum, gegn meðvitaðri og ómeðvitaðri þöggun og spillingu í íslensku þjóðfélagi í dag. Nú síðast reyndar gegn annarskonar múr og nýjum höftum sem við blasa í framtíðinni að óbreyttu. Nýjum Landspítala á gömlu Hringbrautarlóðinni til að þókknast nokkrum, nýja þjóðar- og háskólasjúkrahúsi okkar allra.

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/06/17/spitalaheilbrigdid-og-folkid/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn