Laugardagur 28.11.2015 - 17:38 - FB ummæli ()

Rafhleðslutækið sjálft verður ekki til umfjöllunar í París

chytochrom C

Súrefnismólikúlið, cytochrome c oxidase. Mikilvægasta sameind líkamans til stjórnunar á orkubúskapnum. Rafeindahleðslutæki líkamans.

Nú eftir helgina hefst heimsráðstefna í París um loftlagsmál framtíðarinnar, mengunina í lofthjúpnum og vaxandi hlýnun jarðar. Stærsta ráðstefna sinnar tegundar sem haldin hefur verið og ekki að tilefnislausu. Lagt er á ráðin með spár um gróðurhúsaáhrif og minnkun súrefnismettun jarðar, bráðnun jökla meðal annars á Íslandi og hættu á hamfaraflóðum í framtíðinni. Hvenær skildi hins vegar verða boðað til heimsráðstefnu um öll eiturefnin í okkar nánasta umhverfi og sem stöðugt hlaðast upp? T.d. þrávirku lífrænu efnanna eins og PFC efnin og hormónalíku plastefnin, þalötin (hormónahermarnir). Eins allskonar svifryksmengun, míkróefni (nano products) sem eru svo lítil að þau ná að smygla sér inn í frumurnar eins og Trójuhestar. Skordýraeitur, sýklalyf í landbúnaði, rotvarnarefni og ýmsa vaxtarhvetjandi hormóna í matvælum. Efni sem berast m.a. í okkur með kjöti, af misvel þekktum uppruna erlendis frá. Þriðjungur krabbameina er auk þess talin tengjast slæmu fæðuvali eingöngu, og alltof miklum hvítri sykri, mesta eiturefni samtímans sé hans neytt í of miklu magni. Stærsta orsakavaldi heimsfaraldi offitu og sem er mesta heilsufarsógn nútímans samfara mikilli hungursneyð á örðum svæðum en við þekkjum best til. Þegar við virkjum jafnvel ekki sjálf orkukornin okkar til góðra hluta eins og með hreyfingu. Við læknar og aðrir lífvísindamenn þyrftum að standa okkur a.m.k. mikið betur í fræðslunni og ná einhverjum tökum á stjórnmálamönnunum eins og veðurfræðingarnir hafa nú náð að gera.

Ein flókin próteinsameind sem dóttir mín Jóhanna Vilhjálmsdóttir er að rannsaka í sínu doktorsnámi í lífefnafræði við Stokkhólmsháskóla og tengist þessari umræðu er í raun eitt sjálfstætt ensím sem stjórnar og ræður yfir 95% súrefnisnýtingu dýrategunda og þannig uppbyggingu, orkujafnvægi og sjúkdómavörnum. Ensímið bindur að lokum 95% alls súrefnis sem við öndum að okkur í orkukornunum og virkjar upp lausar rafeindir úr rafeindakeðjunni svokölluðu í frumuhimnunni, sem veldur að lokum mjög útvermdu efnahvarfi og myndun vatns, H2O. Losar þannig um mikla orku sem notuð er til að búa til sjálft ATP orkumólekúlið og sem við geymum síðan til nota fyrir líkamsstarfsemina í daglegu lífi. Rafhlöðuna okkar einu og sönnu og þar sem súrefnismólekúlið cytochrome c oxidase er þá sem rafhleðslutækið sem aðeins nær að virkjast með súrefninu sem við öndum að okkur. 
 Ensímið sem heitir cytochrom c oxidase og liggur yfir og gegnum frumuhimnuna eins og brú og sjá má á myndinni. Án þeirra nýtist súrefnið ekki til stjórnunar á bruna og þannig orkulosun næringarefna. Heldur ekki til uppbyggingar á öðrum próteinum og í raun á allri líkamsstarfseminni og vörnum. Ensímíð er aðeins mismunandi eftir tegundum í dýraríkinu (meðal annars í bkakteríum) og ein stærsta sameindin og afar flókin að gerð. Hún hefur verið mikið rannsökuð sl. ár, enda ljóst að gallar í sameindabyggingunni eða nánum vinnutengslum við önnur ensím getur ráðið miklu varðandi almennt heilsufar okkar og sjúkdómavarnir. Sameind sem getur hugsanlega orðið útsett fyrir áhrifum annarra efna sem komast í snertingu við okkur (ekki síst lífrænna efna) og valdið þannig eituráhrifum á grundvallarþáttum lífsins og súrefnisupptöku okkar úr andrúmsloftinu með þverrandi orku. Sameind sem síðan líka þróast með genabreytingum sem öllu stjórna bak við tjöldin og sem umhverfið getur líka haft áhrif á og skemmt.

Mólekúlið er eitt það stærsta og mikilvægasta í líkama okkar ásamt genunum og samsett af allskonar sameindapörtum, frumefnum, fitu og kolvetnum auk próteinsameindanna sem gegnir mikilvægasta hlutverkinu í orkubúi okkar sjálfra með rafeindatilflutiningi. Það þarf auðvitað ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hvað mengun í okkar nánasta umhverfi og lofti getur skaðað þessa risasameind eða flókin tengslin þess við orkubúskapinn. Sennilega ekki mikið umfjöllunarefni nú í París, en sem full ástæða væri að halda aðra heimsráðstefnu um síðar ásamt öðrum mögulegum slæmum nýjum áhrifum frá umhverfinu okkar.

http://www.nature.com/articles/srep12047

http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3302176/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/10/04/garnafloran-okkar-arsen-og-oll-eiturefnin/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/02/01/pfc-idnadarefnin-i-sjonum-kringum-nordurlondin/

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/5/5/haettur-i-naerumhverfi-islands/ 

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/01/15/thegar-litlu-skrefin-telja-mest/

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn