Miðvikudagur 01.02.2012 - 07:46 - FB ummæli ()

PFC iðnaðarefnin í sjónum kringum Norðurlöndin

Figure 18: Spatial distribution of PFAS residues (ng/L median concentrations) in  seawater from Nordic countries.

Figure 18: Spatial distribution of PFAS residues (ng/L median concentrations) in seawater from Nordic countries.

Rétt er að halda áfram umræðunni um perflúor-iðnaðarsamböndin og rannsóknina í JAMA í síðustu viku sem sýndi sterka fylgni á milli hárra gilda á svokölluðum PFC (perfluorinated compounds og sem líka kallast perfluorinated alkylated substances (PFAS)) í blóði verðandi færeyskra mæðra, og ónæmisbælingar hjá börnum þeirra síðar (5 og 7 ára) og sem héldu ekki mótefnamyndun gegn stífkrampa og barnaveiki þrátt fyrir endurteknar bólusetningar á fyrsta ári eins og lög gera ráð fyrir. Þar sem nú er mælt með endurbólusetningu hjá hátt í 10% barnanna og sem sýnir vel klínískan og lýðheilsulegan alvarleika málsins.

Um er að ræða fjölkeðja kolefnasameindir sem eru með flúorsameind bundna á flestum endum og sem gefur kolefnakeðjunni þann hæfileika að geta jafnt bundist fast á yfirborð náttúrulegra efna, jafnframt að fæla frá sér vatn og fitu. Efni sem aðeins eru tilkomin með iðnaðarframleiðslu til að nýta þennan hæfileika, aðallega fyrir matvælaiðnaðinn og til vatnsvarnar m.a. á skjólklæðnaði. Hins vegar eru efnin afskaplega sterk og brotna mjög seint niður í náttúrunni. Þau safnast hins vegar þar fyrir, mest í fiski og hvölum sem eru efstir í fæðukeðjunni, næstir á undan okkur mönnunum.

Samkvæmt ábendingu frá Umhverfisstofnun í gær eru PFC efnin frá áliðnaðinum ekki þau sömu og hér eru til umræðu, en sem fyrir misskilning tengdist umræðunni. PFC efnin frá áliðnaðinum (stutt flúorkolefni) valda engu að síður mikilli mengun sem mælist í gróðurhúsaáhrifum, margfalt á við útblástur alls bílaflotans okkar og fjallað var um í greininni á Vísindavefnum sem vitnað var í, en sem er samt allt önnur umræða.

Í gær fékk ég líka senda samnorræna skýrslu frá Umhverfisstofnun um mælingar á PFC efnum á Norðurlöndunum árið 2004 (Perfluorinated alkylated substances (PFAS) in the Nordic environment), og kann ég stofnuninni bestu þakkir fyrir. Myndin hér að ofan er úr þeirri skýrslu og sýnir magn hina ýmsu PFC efna í sjó sem ber að varast, en mælingar fóru fram víðar. Brýn þörf er á að endurtaka mælingarnar nú aftur, tæplega 10 árum síðar.

Rannsókn frá Færeyjum 2008 sem greint hefur verið frá í fyrri bloggum er hins vegar mjög áhugaverð. Hún skýrir vel uppsöfnun PFC efna hjá grindhvölum sem eru efstir í fæðupýramídanum enda rádýr og hræætur og síðar hjá mönnum sem borða mikinn grindhval. Nýja JAMA greinin sýnir svo sterka fylgni þessara háu gilda PFC í blóði verðandi mæðra við ónæmisbælingu barna þeirra síðar. Sennilga með próteinbindingu í frumum sem tilheyra ónæmiskerfinu. Það sem þarf að skoða betur eru önnur hugsanleg áhrif á ónæmiskerfi fósturs og síðar barns. Áhrifa þegar ónæmiskerfið verður til og er að þroskast, en helmingunartími þessara efna eru mörg ár. Auk þess sem fóstur eru e.t.v. líklegri en eldri mannverur að taka PFC efnin upp í nýju vefina sína. Þetta getur að hluta skýrt afgerandi og varanleg áhrif á börn samkvæmt niðurstöðum JAMA rannsóknarinnar.

Vitað að við erum líka mjög útsett fyrir allskonar PFC efni í matvörum sem mengaðar eru af pakkningum sem þaktar eru þessum efnum í ákveðnum tilgangi. Þegar hafa verið nefnd þekkt dæmi sem eru pokar utan um örbylgjupopp sem og teflonhúðaðar stálpönnur þar sem þessi efni geta losnað úr læðingi við steikingu og farið að einhverju leiti í matinn okkar. Vörurnar eru miklu fleiri og eldhúsáhöldin líka.

Full ástæða er að vera vel meðvitaður um hugsanlega hættu af PFC mengun, af völdum daglegra neysluvenja okkar. Ekki síst hjá verðandi mæðrum og meðal ungbarna. Eitthvað sem við getum sjálf ráðið einhverju um. Megin tilgangur rannsóknarinnar í JAMA var einmitt að benda á þessa hættu og vekja umræðu. Allra síst ættu verðandi mæður að borða hvalkjöt á meðgöngunni (sérstaklega grindhvali sem eru dýra- og hræætur) og mikið feitan fisk eins og vitneskjan er um þessi mál í dag. Vonandi fylgja nú fleiri rannsóknir á eftir til að sanna betur hugsanleg tengsl PFC og ýmissa þrávirka lífrænna efna sem safnast geta fyrir í náttúrunni, oft mest efst í fæðukeðjunni og valdið geta heilsuskaða.

Í bítið 3.2.2012- Hvað er PFC og af hverju ber að varast það?

Viðtal við Harald Briem, sóttvarnarlækni í Morgunútvarpi Rásar2, 13.2.2012

Landinn. Fréttamaður Leifur Hauksson, Umfjöllun um PFC 12.02.2012

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn