Mánudagur 30.01.2012 - 10:08 - FB ummæli ()

Fljótandi sofandi…?

Fátt hefur komið mér meira á óvart og áhugaleysi fjölmiðla hér á landi af fréttum af tengslum ónæmisskerðingar barna við háum gildum á flúorköfnunarefnum í blóði, svokölluðum PFC (perfluorinated compounds). Hjá allt að 40% verðandi mæðrum og nýfæddum börnum í Færeyjum upp úr síðusu aldarmótum eins og ný rannsókn sýnir og kynnt var í vísindatímariti amerísku læknasamtakanna, JAMA í síðust viku. Hvorki stafur né krókur þótt heimspressan hafi logað. Það skyldi þó aldrei eiga sér sínar séríslensku skýringar eins og svo margt annað, þar sem fjármagnið og pólitísk völd ráða mestu og mikið er í húfi?

Jafnvel RÚV, fjölmiðill allra landsmanna er þögull eins og gröfin. Svo ekki sé talað um gamla moggann sem muna má sinn fifil fegri, m.a. þegar hann birti fréttir af forkönnun þessarar rannsóknar í júlí 2008 sem sýndi hátt magn PFC meðal eyjaskeggja í Færeyjum sem neyttu grindhvalkjöts og vakti heimsathygli. Í kjöti og fiski, á lági og legi, á eyju þar sem PFC safnast mest saman hjá þeim sem eru efstir í fæðukeðjunni. Hugsanlega meira en hjá iðnaðarþjóðum sem eru ótengdari náttúrunni. Allt fjölmiðlar sem nú sofa á verðinum.

Jafnvel þótt áhrifin væru ekki nema brotabrot af því sem rannsóknin sýnir, er um stórfrétt að ræða og jafnvel þótt ein rannsókn, hversu sannfærandi hún er, sanni auðvitað ekkert í sjálfu sér. Rannsókninni hef ég reynt að gert aðeins skil í síðustu tveimur bloggum, enda tel ég mikilvægt að fá umræðu um málið og brugðist verði við niðurstöðunum strax með ábyrgum hætti. Sjaldan hefur mér reyndar brugðið jafn mikið sjálfum á árinu og þegar ég heyrði af niðurstöðum þessarar rannsóknarinnar. Á ári sem þótt ekki sé gamalt, hefur borið með sér ótrúlegar margar fréttir um allskonar mengun og spillingu í heilbrigðismálum frá árunum á undan.

Ýmislegt er hins vegar mikilvægt að árétta strax betur að mínu mati til að almenningur skilji alvöru málsins í PFC málinu. Ekkert síður stjórnvöld vegna sérstöðu Íslands og nálægðar við Færeyjar, og láti kanna málin hér betur. Ekki síst vegna álveranna sem við ráðum yfir fram yfir Færeyinga og menga margfalt meira en nokkuð annað mannanna verk hér á landi, margfalt meira en allur bílaflotinn og tengist gróðurhúsalofttegundum. Eins þess sem við ráðum ekki yfir og tengist eldfjöllunum okkar og flúormengun sem getur orðið til við eldgos.

Magar spurningar vakna auðvitað um önnur áhrif PFC efna sem hlaðast upp í náttúrunni, ekki síst tengt miklum áliðnaði hér á landi og sjónum í kringum landið. Sem snýr ekki bara að hvölunum okkar sem ekki má veiða í augnablikinu, heldur frekar öllum fiskinum og okkar helstu útflutningsvöru. Færingarnir virðast í það minnsta illa settir gagnvart sínum grindhvölum og fyrri rannsóknir sýna svo vel. Að öðru leit og ef til vill flestu leiti virðist sem Íslendingar séu í síst betri málum en frændir okkar Færeyingar, þaðan sem ógnvænlegu fréttirnar berast.

Bæði eru löndin ímynd hreinleikans, óspilltar náttúru hefðu einhverjir viljað segja. Og hvað þá með önnur lönd, þar sem allskonar mengun sem stuðlað getur að auknu PFC magni beint úr iðnaðarvörum og tilbúnum matvælum er miklu meiri og algengari, eða hvað? Lönd sem horfa með forundran á eyjarnar norður í Atlandshafi og reyna að ímynda sér ástandið í eigin landi.

Sannleikurinn um PFC mengun í hverjum og einum einstakling ræðst þó ekki síst á neysluvenjum hvers og eins, og mikilvægt er að allir foreldrar viti um í það minnsta. Vitað er um mikið magn PFC efna í ýmsu sem mengað getur fæðið auðveldlega og rétt er að átta sig á. Því þar má mikið bæta og fyrirbyggja, enda hafa heilbrigðisyfirvöld sumstaðar þegar eftir JAMA-greinina hvatt fólk til að kanna PFC í sínu nánasta umhverfi og athuga vel neysluvenjur.

Pakkningar ýmiskonar á tilbúinni matvöru eru oft húðaðar með vatnsfælnum PFC efnum sem hindra viðloðun við fitu og vatn. Pokar undir örbylgjupopp og pizzukassar eru fljótnefndustu dæmin, en sem á auðvitað við um flestar skyndibitavörur. Eldúsáhöld hverskonar, ekki síst teflonhúðaðar steikarpönnur innihalda líka mikið magn PFC og menga matinn við eldun með hugsanlega ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Því þarf þegar í dag að bregðast við og lágmarka notkun og neyslu þessara vara. Jafnvel líka vatnsvörðum skjólfatnaði ýmiskonar sem liggur í nánum tengslum við svitaholurnar okkar og PFC getur skriðið þaðan í vessana okkar. Áliðnaðurinn eins og hann leggur sig er auðvitað á ábyrgð stjórnvalda fyrst og fremst, nú ekkert síður heilbrigðisyfirvalda.

Setja þarf strax rannsóknarnefnd í málið og huga að næstu skrefum, því um alvarlega ógn er að ræða gagnvart lýðheilsu almennings. Mæla þarf PFC gildi í blóði íslenskra barna og fá samanburð við önnur börn á norðurlöndunum. Ekki síst vegna aukinnar hættu á alvarlegum smitsjúkdómum og sjálfsónæmissjúkdómum hverskonar í framtíðinni. Eins hugsanlegum óskildum en öðrum alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameinum og blóðsjúkdómum hverskonar eftir sem árin líða. Vegna alvarlegra vísbendinga sem þegar liggja á borðinu á eyju norður í Atlantshafinu, við hlið annarrar, þar sem þjóðin sem þar býr vill líka veiða hval, auk þess að bræða ál og nútímavæðast eins og best hún getur.

Áður mér bara brá, ál og stál. PFC-fár, hvalir og börn nú fá. Bál í íslenskri sál.

Erlend frétt  í gær um PFC og viðtöl

TV2 DK
USA today

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn