Föstudagur 13.09.2024 - 18:04 - FB ummæli ()

Bygging Landspítala í aldarspeglinum

Jæja, eftir 4-5 ár verður kannski hægt að opna nýja bráðamóttöku á Hringbraut, margfallt stærri en sem nú er í Fossvogi (nýja Meðferðarkjarnanum á Hringbraut). Hinsvegar með fyrirséðum miklum aðgangshindrunum fyrir sjúkrabíla og sennilega enga góða aðstöðu fyrir sjúkraþyrluflug, að spítalanum!! Nú fer Hringbrautarvitleysan virkilega að fá á sig lokamynd og sem kosta mun hátt í 400 milljarða króna. Með besta staðarvali hefði mátt lækka kostnaðinn á nýju og fullkomnu þjóðarsjúkrahúsi um amk. helming sem og byggingartímanum og sem væri þá tilbúinn í dag (sem Samtöku um besta spítala á besta stað, SBSBS voru lengi búin að benda á). Með góðu aðgengi fyrir alla íbúa á stór-höfuðborgarsvæðinu, ekki bara miðborg Reykjavíkurborgar. T.d. á Keldnalandinu og sem ríkið átti og seldi síðar Reykjavíkurborg.

Að óbreyttu mun sjúkrarýmum ekki fjölga og því nýjar hugmyndir nú á síðustu metrunum að reka bara gamla Borgarspítalann áfram. Eftir þá umfangsmiklar endurbætur og kostnað. Það þurfti auðvitað alltaf að fjölga sjúkrarýmum -hvað annað?

Í upphafi var lagt í vegferðina með EITT nýtt stórt fullkomið þjóðarsjúkrahús, 2008 og reiknaðri rekstrarlegri hagræðingu með því að sameina sjúkrahúsin þrjú í Reykjavík og St. Jósepspítala í Hafnarfirði upp á 6-8 milljarða króna á ári á núvirði. Þessi hagræðingakrafa er því löngu fyrir bí og fyrirséð mikil vöntun vöntun á sjúkrarýmum næstu áratugina.

Hugmyndir hafa því þegar vaknað um nýtt héraðssjúkrahús í Reykjavík, á gamla Borgarspítalanum í Fossvogi og sem alltaf var hugmyndin þegar hann var upphaflega byggður á sjöunda áratug síðustu aldar!!  Nei, það er svo sannarlega satt, að ekki er öll vitleysan eins í íslensku stjórnsýslunni.

Það tók tæplega 30 ár að byggja gamla Landspítalann á Hringbraut (1900-1930) og sem þá var besta staðsetningin í höfuðborginni. Fjársvelti var meðal annars um að kenna, enn eins framkvæmdabyggingahraða eins og var á þeim tíma. Nýi Landspítalinn (1 áfangi, Meðferðarkjarni og Rannsóknahús) á sömu lóð tæpri öld síðar á sömu lóð mun taka um 20 ár (2010-2030) með nútíma tækni og ríflegum fjárveitingum ár hvert. Það tók vara tvö til þrjú ár að komast niður úr Hringbrautarklöppinni.
Mikill meirihluti íbúa er hins vegnar nú langt fyri austan og norðan við spítalann! Miklar aðgangshindranir þegar augljósar. Ein af meginforsendum staðarvalsins á Hringbraut voru jú samgöngubætur áður en framkvæmdir hæfust.
Eru stjórnmálamennirnir í dag virkilega svona huglausir miðað við forvera sína fyrir rúmlega öld síðan og sem forgangsröðuðu alltaf fyrst og fremst í þágu almannaheilla? Erum við ekki að tala um stærstu skipulagsmistök Íslandsögunnar?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn