Jæja, eftir 4-5 ár verður kannski hægt að opna nýja bráðamóttöku á Hringbraut, margfallt stærri en sem nú er í Fossvogi (nýja Meðferðarkjarnanum á Hringbraut). Hinsvegar með fyrirséðum miklum aðgangshindrunum fyrir sjúkrabíla og sennilega enga góða aðstöðu fyrir sjúkraþyrluflug, að spítalanum!! Nú fer Hringbrautarvitleysan virkilega að fá á sig lokamynd og sem kosta mun hátt í 400 milljarða króna. Með besta staðarvali hefði mátt lækka kostnaðinn á nýju og fullkomnu þjóðarsjúkrahúsi um amk. helming sem og byggingartímanum og sem væri þá tilbúinn í dag (sem Samtöku um besta spítala á besta stað, SBSBS voru lengi búin að benda á). Með góðu aðgengi fyrir alla íbúa á stór-höfuðborgarsvæðinu, ekki bara miðborg Reykjavíkurborgar. T.d. á Keldnalandinu og sem ríkið átti og seldi síðar Reykjavíkurborg.
Að óbreyttu mun sjúkrarýmum ekki fjölga og því nýjar hugmyndir nú á síðustu metrunum að reka bara gamla Borgarspítalann áfram. Eftir þá umfangsmiklar endurbætur og kostnað. Það þurfti auðvitað alltaf að fjölga sjúkrarýmum -hvað annað?
Í upphafi var lagt í vegferðina með EITT nýtt stórt fullkomið þjóðarsjúkrahús, 2008 og reiknaðri rekstrarlegri hagræðingu með því að sameina sjúkrahúsin þrjú í Reykjavík og St. Jósepspítala í Hafnarfirði upp á 6-8 milljarða króna á ári á núvirði. Þessi hagræðingakrafa er því löngu fyrir bí og fyrirséð mikil vöntun vöntun á sjúkrarýmum næstu áratugina.
Hugmyndir hafa því þegar vaknað um nýtt héraðssjúkrahús í Reykjavík, á gamla Borgarspítalanum í Fossvogi og sem alltaf var hugmyndin þegar hann var upphaflega byggður á sjöunda áratug síðustu aldar!! Nei, það er svo sannarlega satt, að ekki er öll vitleysan eins í íslensku stjórnsýslunni.