Sennilega má líkja heilbrigðiskerfinu okkar í dag við aldraðan sjúkling sem endurtekið hefur þurft að leita á Bráðamóttöku háskólasjúkrahússins (BMT LSH) til lækninga og hjúkrunar vegna úræðaleysis annars staðar. Án þá heildrænna lausna og möguleika á samfelldri þjónustu. Háþrýstingur, verkir, svimi og mæði eru meðal helstu líkamlegu einkenna sjúklingsins.
Löngu fyrr hefði mátt bregðast við vandanum og ef tímar fengjust fengjust í heilsugæslunni eða heimaaðhlynningu. Streita og vöðvabólgueinkenni ásamt kvíða og þunglyndi eru annars meðal algengustu ástæðna þeirra sem leita til heilsugæslunnar, ásamt öllum lýðheilsusjúkdómunum. Flest allt einkenni sem oft eru í bland við þjóðfélagsleg vandræði og kapphlaup um tímann. Við þurfum að geta meðhöndlað sjúklingana okkar eins og við best getum.
Mörg úrræði eru til boða. Eitt að því algengasta gegnum árin hefur verið að kenna sjúklingum mikilvægi teygjuæfinga til að losna við vöðvahnúta og festumein. Sál-líkamlegu einkennin og hvernig hugur og hönd tala saman. Það þarf oft að teygja á þjóðarkroppnum með allar sínar kreppur. Láta handleggina dingla í allar áttir og finna með fingurgómum hinnar handarinnar hvar þá hnútarnir og strengirnir liggja. Öruggasta ráðið gegn spennuhöfuðverknum. Að kunna að spila á fiðluna sína, sjálfum sér til heilunar. Lengja í vöðvunum og slaka á spennunni í festingunum.
Nú þarf að velja vinstri eða hægri hönd fyrir komandi alþingiskosningar. Best að finna nákvæmlega hver strengirnir liggja. Hagsmunir heilbrigðiskerfisins eru í húfi og við öll læknirinn. Mörg okkar líka orðin gömul og þar sem spennuhöfuðverkurinn er augljós og alltaf að versna. Samfylkingin nálgast að mínu mati þjóðareinkennin best með sinni stefnumótun í heilbrigðismálum til framtíðar. Eins í flestum öðrum málaflokkum sem snerta félagslegt heilbrigði og lýðheilsu almennt. Missum ekki af þeirri lækningu.
Sent 3m ago