Mánudagur 16.12.2024 - 18:09 - FB ummæli ()

„Heilsugæslan“ líka í apótekið!!

Engin lýsing til

 

Fáfræði almennings þegar kemur að vitneskju um rétta lyfjanotkun er mikil hér á landi og krafan á bráðalausnir er meiri en í nágranalöndunum. Skortur á heilsugæsluþjónustu á daginn, en áhersla á skyndiþjónustu og lausnir í apótekunum á kvöldin ræður þar miklu um. Allskyns kúrar þrífast sem og pýramídasölukerfi þar sem maður er settur á mann og sem skýrir ágengnina í sölumennskunni. Sem oft eru í besta falli peningaplokk, en í versta falli hættulegt kukl. Skrifað grein fyrir áratug um sölu lausasölulyfja apótekanna og þar sem allt stendur við það sama í dag.   https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/01/24/virusar-i-apotekinu/   Mitt doktorsnám var gæðaþróunarverkefni í skynsamlegri notkun lyfja og voru sýklalyf sérstaklega fyrir valinu og þar sem mátti meta samfélagslegar afleiðingar ofnotkunar. Mikilvægast var að ræða kosti og galla lyfjameðferðar áður en hún hæfist miðað við sjúkdómsástand og einkenni. Fræðsla um eigið heilbrigði og forvarnir var mikilvægt. Standa átti vörð um of mikil áhrif auglýsinga á lyfjamarkaði og í fjölmiðlum.

Lyfjafræðingar sækjast nú í vaxandi mæli að leysa af hólmi heilsugæslulækna og afgreiða lyfin án aðkomu lækna. Þekking í sjúkdómafræði hins vegar lítil sem engin á þeim bæ. Söluhagnaðarvon ræður mestu og þar sem þeir vilja ávísa lyfjum um leið og þeir selja. Ýmislegt getur fylgt með í kaupunum að ósk viðskiptavinarins. Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“. https://samradapi.island.is/api/Documents/43ff6389-3db6-ef11-9bc8-005056bcce7e

Þar er rætt m.a að það skuli stefnt að meiri samvinnu og ráðgjöf við lækna og um skerpingu á mikilvægi fræðslu um lausasölulyf sem er gott. Eins nú með innleiðingu miðlægs lyfjakorts og þar sem skráning á lyfjum er sú sama í heilsufarssjúkraská einstaklings og á lyfjalista apótekanna. Lyf eru þar flokkuð sem föst lyf og sem má endurnýja eftir þörfum, en helst með aðkomu læknis álega eða sem lyfjakúrar sem ekki eru endurnýjanleg nema eftir nýtt læknisfræðilegt mat. Eins svokölluð PN lyf og sem má leysa út aftur og aftur við ákveðnar skilgreindar aðstæður.

Lyfjafræðingar fá heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum og apótek verða fyrsti viðkomustaður í veikindum samkvæmt tillögunum. Formaður Lyfjafræðingafélagsins segir lyfjafræðinga í apótekum lengi hafa beðið eftir þessu. Í fyrsta áfanga sem getur hafist strax eru lagðar til ýmsar breytingar sem sagðar eru myndu stuðla að meiri skilvirkni í heilbrigðiskerfinu, til að mynda með því að veita lyfjafræðingum heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum fyrir minniháttar heilsufarsvandamál og endurnýja lyfjaávísanir. Í öðrum áfanga, sem á að hefjast innan þriggja ára, er lagt til að lyfjafræðingum verði heimilt að endurnýja lyfjaávísanir og að þeim verði veitt heimild til útgáfu lyfjaávísunar í neyðartilfellum. Í þriðja fasa eiga apótek til dæmis að verða fyrsti viðkomustaður, til að létta álag á heilsugæslu og bráðadeildum.

Margir læknar misstu hökuna í gólfið eins og Már Egilsson heilsulæknir lýsir í grein sinni á Vísi um helgina. Sér í lagi við lestur svokallaðs „þriðja áfanga“ í skýrslunnar. Ekki er einungis tekið skref aftur á bak þegar kemur að hagsmunaárekstrum, heldur einnig gert lítið úr kröfum á menntun og reynslu sem þarf til að greina og meðhöndla sjúkdóma. https://www.visir.is/g/20242663608d/lyfsalar-og-heilbrigdisraduneyti-i-bergmalshelli-

Enginn læknir var hafður með í starfshópi heilbrigðisráðuneytisins við gerð hvítbókarinnar svokölluðu..!!

Með hvítbókinni svokölluðu á að notfæra sér helbrennt heilbrigðiskerfi og “moka öskunni í eldinn”, í stað þess að slökkva elda. Ofnotkun margra lyfja, ekki síst lausasölulyfja hefur verið stór hluti oflækninga í dag. Nú á síðan að bæta í og gefa lyfjafræðingum möguleika á að reka eigin heilsugæslu innan apótekanna, skrifa út lyfseðla og selja síðan lyfin sjálfir. Söluhagnaðardrifinn markaður sem kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lýðheilsuna og þar sem söluaðilinn, apótekarinn, er beggja vegna borðs. Gjaldfelling læknisfræðinnar á Íslandi að mínu mati, sér í lagi hvað lyflæknisfræðina varðar. Kannski eitthvað í ætt við grasalækningarnar forðum og þegar hver var oft sjálfum sér næstur með lyfjablöndur hverskonar.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn