Færslur fyrir flokkinn ‘Bloggar’

Mánudagur 21.03 2011 - 22:03

Á réttunni eða röngunni.

Það er yfirleitt ekki hægt að túlka nákvæmlega með orðum það sem maður sér með berum augum. Huglægt mat sem getur haft fleiri hliðar er enn erfiðara að túlka. Sífellt er maður samt að reyna að túlka skoðanir sínar fyrir aðra sem jafnvel eiga djúpar rætur í sálinni og virðast kristaltærar fyrir mann sjálfan. Sennilega eru frægustu skáldin svona fræg […]

Sunnudagur 20.03 2011 - 10:25

Draumurinn um aldingarðinn Eden

Nú þegar allt er að fara til fjandans er gott að geta látið sig dreyma, ekki síst dagdrauma á sunnudegi. Og kannski eigum við séns eftir allt saman. Í vikunni rakst ég á umfjöllun á SkyNews um „Eden projectið“ á Bretlandi sem þykir fyrir marga hluti sérstakt og áhugavert. Ekki síst þar sem þar er […]

Föstudagur 18.03 2011 - 17:30

Í upphafi skyldi hinn endann skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða er máltæki sem á vel við í dag á degi mottumarsins. Tilefnið að pistli mínum nú er samt annar af gefnu tilefni og snýr að öðrum endum í heilbrigðiskerfinu. Upplýsingar koma fram um mikla lyfjanotkun meðal gamla fólksins á hjúkrunarheimilunum í grein Önnu Birnu Jónsdóttur í Fréttablaðinu í dag sem rétt er […]

Fimmtudagur 17.03 2011 - 16:40

Vesalingarnir

Vesalingarnir (Les Misérebles) er  skáldsaga eftir rithöfundinn Victor Hugo sem gerist á tímum frönsku borgarastyrjaldarinnar á 19 öld og lýsir mjög vel mannlegum tilfinningum, stjórnleysi og baráttu fyrir frelsinu. Sagan fjallar öðru fremur af munaðarlausum og öðrum sem áttu  undir högg að sækja á viðsjárverðum tímum. Vesalingarnir kom mér í hug þegar ég heyrði fréttir dagsins […]

Miðvikudagur 16.03 2011 - 13:02

Mottumarsinn, líka fyrir viðkvæma

Marsmánuður er fyrirboði vorsins. Sól hækkar hratt á lofti og við njótum útiverunnar meir en á köldum og dimmum vetrarmánuðunum á undan. Við gleðjumst í hjartanu og hlökkum til sumarsins. Staðreyndir sem breyta samt ekki lífins gangi hjá okkur strákunum og sem erum hvort sem er oftast glaðir. Við tökum allir þátt í mottumarsinum á […]

Þriðjudagur 15.03 2011 - 12:51

Brestir og vonir

Barátta árstíðanna stendur nú yfir og í gær lá vorið í loftinu, og andvarinn bæði kaldur og hlýr í senn. Klakaböndin slitnuðu í móunum á heiðinni minni og margir lækir urðu til, þar þeir undir öðrum kringumstæðum áttu alls ekki heima. Drulluslettur komu á buxnaskálmarnar sem eru kunnuglegar frá því gamla daga, þegar maður var lítill drengur og […]

Mánudagur 14.03 2011 - 13:02

Vanmetnar tölur vegna hjólaslysa barna

Vegan umræðu um að hjálmar séu ekki nauðsynlegir við hjólreiðar er rétt að benda aftur á grein eftir Einar Magnús Magnússon fulltrúa hjá Umferðarstofu í Fréttablaðinu um helgina og þá sérstaklega á tölur (mynd) frá Rannsóknanefnd umferðarslysa sem nær aðeins til slysa sem tilkynnt voru til lögreglu. Flest slys vegna barna sem detta á hjóli eru þarna ekki meðtalin […]

Laugardagur 12.03 2011 - 12:34

Flug og fall, á hjóli

Það er margt furðulegt í heiminum og eftir því sem maður verður eldri, því gáttaðri verður maður oft á dægurumræðunni. Málefnin dagsins hafa líka legið mis hátt undanfarið en fátt toppar umræðu sem hefur verið gegn lögleiðingu almennrar notkunar höfuðhjálma á hjólum. Ekki síður málflutning þeirra sem ná að tengja lögin við verri lýðheilsu og sem hefti áhuga […]

Fimmtudagur 10.03 2011 - 12:13

Eru sýklalyfin hætt að virka?

Þessa spurningu fékk ég á göngutúrnum mínum úti í snjónum í gær þegar sól skein á skjannahvíta heiðina og maður gat ekki hugsað sér neitt fegurra og hreinna en nákvæmlega umhverfið þar sem ég stóð. Spurningu sem tengist mannanna verkum og afleiðingu viss sóðaskaps í heilbrigðismálum undanfarin ár. Vissa samlíkingu höfum við í öðru nærumhverfi og sem við höfum verið […]

Þriðjudagur 08.03 2011 - 18:43

Púður á sprengidag

Umræðan í dag um bankastjóranna er ansi eldfim og púðrið er heitt og þurrt. Fólki blöskrar græðgi þeirra sem fara með og geyma þá fáu peninga sem eftir eru í landinu. Og allra mest blöskrar fólki þróun mála miðað við það sem á undan er gengið og almenna launaþróun í landinu.  Hvað halda þessir menn […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn