Fimmtudagur 17.03.2011 - 16:40 - FB ummæli ()

Vesalingarnir

Vesalingarnir (Les Misérebles) er  skáldsaga eftir rithöfundinn Victor Hugo sem gerist á tímum frönsku borgarastyrjaldarinnar á 19 öld og lýsir mjög vel mannlegum tilfinningum, stjórnleysi og baráttu fyrir frelsinu. Sagan fjallar öðru fremur af munaðarlausum og öðrum sem áttu  undir högg að sækja á viðsjárverðum tímum. Vesalingarnir kom mér í hug þegar ég heyrði fréttir dagsins að breskur þingmaður að nafni David Ruffley hafi lýst almenning í Bretlandi fávita að hafa trúað því að íslenskir bankar gætu í raun boðið þrefalt hærri vexti en aðrir þarlendir bankar rétt fyrir hrun. Sjálfsagt má kenna einfeldni eða jafnvel græðgi að einhverju leiti um, en hinum megin við borðið hafa þá væntanlega verið bófar sem nýttu sér vísvitandi heimsku Breta.

Áður hef ég fjallað um hversu auðtrúa og oft á tíðum einföld við samt sjálf erum, Íslendingar. Hver dellan á fætur annarri tröllriðið þjóðinni sl. áratugi, alveg síðan allir trúðu á Kákasus-gerilinn forðum og ræktuðu hann, í gluggakistunni í eldhúsinu heima. Þá var sveppurinn vinur allra. Um daginn mætti ég heildsala með fangið fullt af magnesíum-dunkum. Hann sagðist ekki hafa undan að panta þá inn til landsins eða flytja þá í allar lyfjabúðirnar, þvílík væri salan þessa daganna. Lausn allra okkar vanda eða svo segja sumir og allir trúa. Sameiginlegur óvinur okkar er nú Candida gersveppurinn og sem ég fjallaði líka ýtarlega um nýlega. Það er nefnilega ótrúlega margt sameiginlegt sveppinum þeim og Icesave. Eitthvað sem við viljum losna við sem allra fyrst á sem einfaldasta máta þó hann mun væntanlega alltaf fylgja okkur sem skugginn.

Umræðan síðan i gær hefur líka snúist um nýja skoðanakönnun Gallups sem sýnir að mjótt er á mununum hvort íslenska þjóðin samþykki nýju Icesave samningana. Samninga sem samt eiga að geta greitt götu okkar inn í framtíðina, jafnvel þótt við látum aðeins af stolti okkar í leiðinni sem hefur hvort sem er verið allt of mikið. Rétt eða rangt á endanum skipir ekki máli ef tapið verður alltaf meira virði en stoltið yfir því að fá að hafa leikið bófa í útlöndum, að minnst kosti að hafa ábyrgst þá. Það er líka slæmt að ætla að vera munaðarlaus þjóð sem ekki verður hlustað á meðal annarra þjóða og sem munu berjast um áhrif og völd. Munaðarlaus vesalingur.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn