Og það eru ekki jólaljós, því miður. Nú í lok ársins, rúmlega ári eftir hrun, er tækifæri að líta yfir farinn veg og reyna að læra af þeirri biturri reynslu sem við sjáum nú eftir á, að hafa ekki brugðist rétt við aðstæðum í tíma. Og nú sitjum við í súpunni. Íslendingar hafa farið hratt […]
Hvað eftir annað á síðustu misserum hafa sjúklingar lent í því að ekki fáist algeng nauðsynleg lyf sem hafa verið lengi á markaði. Þetta gerist yfirleitt án fyrirvara og oft er gripið í tómt þegar sjúklingur kemur og ætlar að leysa út lyfseðil í apótekinu. Oft er um að ræða lyf sem engin önnur lyf […]
Eitt áhugaverðasta efnið sem var til kynningar á ný yfirstöðnum fræðadögum heilsugæslunnar um sl. helgi var fyrirlestur Hólmfríðar Guðmundsdóttur, tannlæknis frá Lýðheilsustöð um lélega tannheilsu íslenskra barna. Sýndar voru myndir af börnum þar sem flestar tennurnar voru stórskemmdar, sumar uppétnar eða bara gómurinn eftir, enda tennurnar verið dregnar úr. Rannsóknir hafa sýnt að tannheilsa íslenskra barna er miklu […]
Vegna umræðunnar í dag um mikla og óþarfa sýklalyfjanotkun vegna miðeyrnabólgu barna sem oftast læknast hvort sem er af sjálfu sér er rétt að minnast á bréf frá undirrituðum frá því í febrúar sem liggur ennþá ósvarað í heilbrigðisráðuneytinu og snýr að lyfjamálum og stöðu heilsugæslunnar. Hér á höfuðborgarsvæðinu er heilsugæslan undirmönnuð af læknum en […]
Ef fram fer sem horfir getur verið að við þurfum að treysta í vaxandi mæli á nýju inflúenzulyfin, Tamiflu og Relenza. Hingað til og á síðustu árum höfum við treyst á þessi lyf við slæmum inflúenzueinkennum með góðum árangri sem nú virðast síflellt verða algengari með harnandi útbreiðslu svínainflúensu og sífellt fleirum sem þurfa að leggjast […]
Sælt verið fólkið á blog.eyjan. Í tilefni af heimsfaraldri svínainflúensu sem nú ríður yfir er rétt að líta nánar á hlutverk heilsugæslunnar. Heilsugæslan gegnir lykilhlutverki í forvörnum og bólusetningum þ.m.t. bólusetningu við svínainflúenzu og árelgri inflúensu ásamt því hlutverki að sinna þeim sem veikjast. Sýklalyfjanotkun vegna fylgisýkinga flensu 5-10 faldast og væntanlega sýklalyfjaónæmið í kjölfarið enda […]