Miðvikudagur 16.12.2009 - 11:42 - FB ummæli ()

Rauðu ljósin blikka!

Og það eru ekki jólaljós, því miður. Nú í lok ársins, rúmlega ári eftir hrun, er tækifæri að líta yfir farinn veg og reyna að læra af þeirri biturri reynslu sem við sjáum nú eftir á, að hafa ekki brugðist rétt við aðstæðum í tíma.  Og nú sitjum við í súpunni. Íslendingar hafa farið hratt yfir völl á ýmsum sviðum á sl. áratug og og ekki sinnt viðvörunarljósum sem hafa samt víða blikkað. Þegar hefur verið rætt um „Góðærisbörin“ hér á bloggsíðu minni. Heilsufarslegt hrun eða ógn eftir því hvernig við skilgreinum vandann gæti t.d. blasað við okkur íslendingum að óbreyttu vegna alvarlegs sýklalyfjaónæmis helstu sýkingarvalda sem er aðallega vegna óhófs í notkun sýklalyfja um árabil. Þetta gerðist þrátt fyrir að öll skilyrði væru hér fyrir hendi að geta brugðist við vandanum og verið fyrst þjóða að snúa þróuninni við.

Þekkinguna vantað svo sem ekki m.a. vegna rannsókna okkar hér á landi um árabil og sem átti að vera gæðaþróunarverkefni á nánum tengslum sýklalyfjanotkunar barna og hratt vaxandi þróunar sýklalyfjaónæmis í þjóðfélaginu. Erlendir fræðimenn hafa hins vegar varað þjóðir heimsins við og bent á hvað hægt er að  læra af slæmri reynslu íslendinga í þessum efnum:

Íslendingar nota mest allra Norðurlandabúa af sýklalyfjum eða allt að 40% meira en hinar þjóðirnar. Ung börn eiga drjúgan hlut að máli, oftast vegna meðferðar við miðeyrnabólgu þar sem sýklalyfjanotkun er oft óþörf. Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin hefur bent á að allt upp undir helmingur notkunar sýklalyfja úti í þjóðfélaginu er ónauðsynlegur. Við veirusýkingum á ekki að nota sýklalyf og flestar vægar bakteríusýkingar í efri loftvegum læknast af sjálfu sér. Vaxandi sýklalyfjaónæmi er ein af mestu heilbrigðisógnum framtíðar þar sem við getum séð fram á þá tíma  sýklalyf virka jafnvel ekki á lengur algengar en alvarlegar sýkingar.

Þegar í dag er töluvert um að börn og fullorðnir fá ekki sýklalyf sem virka við slæmum og alvarlegum sýkingum sem þá leiða til innlagnar á sjúkrahús til sýklalyfjagjafar í æð með sterkustu lyfjum sem völ er á. Dæmi er um að allir úr sömu fjölskyldunni  hafi þurft að leita meðferðar á sjúkrahúsi af þessum sökum hér á landi á sl. ári. Sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvalda úti í þjóðfélaginu er óvíða meira en hér á landi samanborið við nágranalöndin og allt upp undir helmingur helstu sýkingarvalda er orðin ónæmur fyrir penicillíni og helstu varalyfjum í dag. Allt hefur þetta verið að þróast á síðustu árum svo ekki þarf auðugt ímyndunarafl að sjá í hvert stefnir.

En hvað hefur verið gert? Er ekki kominn tími til að byrgja brunninn áður en allt er orðið um seinan og ekki verður aftur snúið. Benda má reyndar á ný yfirstaðinn Evrópudag, 18.11.2009 um ábriga notkun sýklalyfja og vaxandi sýklalyfjaónæmi http://ecdc.europa.eu/en/eaad/Pages/Home.aspx og sem hefur áður verið greint frá hér á blogginu (sjá myndband hér að neðan) og á heimasíðu Landlæknis http://landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=2056 . En við þurfum að bregðast miklu harðar við. Meiri ógn stafar af hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi í heiminum í dag en flestum smitsjúkdómum sem ganga yfir. Ofnotkun sýklalyfja hefur verið til umræðu hér á landi sl. áratug án þess að teljandi ávinnur hafi orðið að draga úr gagnastætt því sem hefur gertst í mörgum ríkjum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við á tillidögum. Vísbendingar eru um að sýklalyfjanokun barna undir 5 ár aldri hafi jafnvel aukist um allt að 30 % á sl. áratug hér á landi.

Þegar alvarleg ógn steðjar að þjóðinni hefur „þjóðarátak“ oft skilað okkur Íslendingum árangri. Fyrir nokkrum árum var mikill áróður gegn umferðarslysum og sérstaklega gegn slysum á börnum. Veruleg fækkun hefur þannig orðið í umferðarslysum á sl. árum sem má eflaust að mestu leiti þakka átaki umferðarstofu með mikilli fræðslu og auglýsingum ásamt hertu umferðareftirliti. Rannsóknir sýna einnig að þekking og fræðsla til  foreldra vrðandi heilsu barna almennt skiptir höfuðmáli og nýjust klínísku leiðbeiningarnar ganga einmitt út á að fræðsla og eftirlit hafi meiri þýðingu en skyndilausnir.

Er ekki tími til kominn að Heilbrigðisráðuneytið, Landlæknisembættið, Sóttvaranarembættið í samvinnu við Þróunarstofu Heilsugæslunnar beiti sér fyrir herferð í betri notkun sýklalyfja í anda nýjustu alþjóðlegra leiðbeininga þar að lútandi samanber nýjustu leiðbeiningar breskra heilbrigðisyfirvalda (NICE) í meðferð efri loftvegasýkinga http://www.nice.org.uk/Guidance/CG69 , Þegar hafa verið gefnar út leiðbeiningar varðandi algengasta heilsumeini barna, meðferð við bráðri miðeyrnabólgu http://landlaeknir.is/pages/1377?query=bráð%20miðeyrnabólga og sem var til umföllunar á ný yfirstönum fræðadögum heilsugæslunnar http://heilsugaeslan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4420 .

sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi-videó

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn