Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Miðvikudagur 30.11 2022 - 17:43

Ný sóttvarnalög 2022 – í þágu stjórnvalda

Æðstu stjórnvöld höfðu aldrei samráð við Sóttvarnaráð Íslands, sitt eigið fagráð í heimsfaraldri Covid19. Aðeins við sóttvarnalækni og sem var ritari ráðsins og sem gaf af og til stöðumat á fyrirhuguðum ráðstöfunum stjórnvalda. Jafnvel þótt undirritaður meðlimur ráðsins margkallaði eftir fullri virkni ráðsins og þannig nauðsynlegs samráðs við heilbrigðisstéttir. Skoðanir sem ég vildi koma á […]

Laugardagur 08.10 2022 - 18:25

Ábyrgðin á hruni íslenska heilbrigðiskerfisins

Umfjöllun um hnignun heilbrigðiskerfisins á Íslandi hefur verð áberandi í fjölmiðlum sl. misseri. Ábyrgir fagaðilar sem best þekkja hafa tjáð sig mjög skýrt. Þróun í heilbrigðisþjónustu sem engan vegin hefur verið með sama hætti erlendis, í löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Á sama tíma og hagvöxtur og gjaldeyristekjur hafa aldrei verið meiri […]

Sunnudagur 08.05 2022 - 16:45

Saga sem er ekki öll sögð

  Læknisstarfið mitt hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás. Á lokakafla starfsferils er fróðlegt að líta um öxl. Í sjálfu sér hefði ég ekki getað kosið betra lífsstarf og þakklátur fyrir mín tækifæri. Starfsgleðina eining sem nær langt út fyrir venjulegan vinnutíma. En hvernig getur atvinna heltekið mann? Jú, vinna með fólki sem sýnir […]

Þriðjudagur 15.02 2022 - 10:04

Sóttvarnaráð Íslands – að vera eða vera ekki með.

Neðanrituð er umsögn undirritaðs til stuðnings efnisatriðum í umsögn Atla Árnasonar, sérfræðings í heimilis- og heilsugæslulækningum, https://samradsgatt.island.is/Skrar/$Cases/GetAdviceFile/… á stjórnarfrumvarpi til laga um ný sóttvarnalög. Eins til stuðnings umsagnar Umboðsmanns barna á sama frumvarpi og þar sem kemur í ljós álit hans á vöntun samráðs stjórnvalda fagaðila í sóttvarnaaðgerðum. https://samradsgatt.island.is/Skrar/$Cases/GetAdviceFile/… Lítil virkni Sóttvarnaráðs Íslands (SÍ) sl. […]

Þriðjudagur 01.02 2022 - 18:42

Birtingamynd íslensku heimsfaraldranna í heilbrigðiskerfinu og stjórnun

Sl. 2 ár sýnir best hverjir bera mestu vinnubyrðarnar í Covid19 heimsfaraldrinum, heilbrigðisstarfsfólkið. Aðilar og starfsemi þeirra sem samt hefur verið reynt að hlífa við ofurálagi með sóttvarna- og neyðaraðgerðum stjórnvalda og sem eru jú allavega. Að hlífa heilbrigðiskerfinu við að fara alveg á hliðina og þjóðarsjúkrahúsið rekið ýmist á hættustigi eða neyðarstigi. Það þrátt […]

Föstudagur 19.11 2021 - 16:52

Fredriksborgargarðurinn 2021

Um síðust helgi dvaldist ég í Kaupmannahöfn með konunni minni sem sat norræna ráðstefnu um mikilvægi góðra tengsla móður og ungbarns. Ein mikilvægustu tengslin okkar til tilfinninga og  félagslegrar hæfni. Mín tengsl þarna voru hins vegar nokkuð óvænt við annan veruleika í Fredriksborgarlistigarðinum sem ég gekk daglega til og sem Friðrík VI danakonungur (1768-1839) lét […]

Þriðjudagur 21.09 2021 - 19:57

Stjórnsýslualræði og mannauðsfirring í íslenska heilbrigðiskerfinu

Helsta kosningamál alþingiskosninga 2021 eru heilbrigðismálin og sem margir telja í miklum ólestri. Allir stjórnmálaflokkarnir eru a.m.k. sammála um að margt þurfi að bæta. Ólík rekstrarform, bættur aðbúnaður aldraða, fjölgun öldrunarstofnana og betri fjármögnunarmöguleiki stofnana ber þar hæst. Það sem miklu síður er rætt um er hvernig bæta megi mannauðinn sjálfan, stjórnun og að kerfin vinni betur […]

Mánudagur 13.09 2021 - 11:53

Óstjórn heilbrigðiskerfisins logar á Bráðamóttöku LSH

  Einn mikilvægasti kjarni í starfsemi Bráðamóttöku Landspítalans (BMT LSH) og sem áður hét Slysadeild Borgarspítala og var undir forræði bæklunarlækna, er almenn móttaka slasaðra og bráðveikra. Slysavarðstofa hafði áður verið rekin á Barónsstíg um árabil og þar áður á Hvíta bandinu. Sl. 4 áratugi hefur „bráðamóttakan“ og hvaða nafni sem hún nú kallast á […]

Laugardagur 28.08 2021 - 18:58

1000 Íslendingar nýjum faraldri að bráð!

Sennilega slasast vel yfir 1000 Íslendingar misalvarlega á ári í rafskútuslysum og aukningin verið ískyggilega hröð sl. 2 ár. Líkja má slysatíðninni sem alvarlegum lýðheilsufaraldri. Höfuð- og hálsáverkar, skurðsár og brotnar tennur eru algengir áverkar. Beinbrot á útlimum sömuleiðis. Sumir áverkkana eru lífshættulegir. Ekki er óalgengt að allt að 5 einstaklingar leiti á BMT LSH […]

Þriðjudagur 08.06 2021 - 12:46

Safndeild vandamála heilbrigðiskerfisins á höfuðborgarsvæðinu eða bráðamóttaka LSH?

Ekki spurning, mikil krísa er í uppsiglingu í sumar á Slysa- og bráðamóttöku LSH og sem mikið hefur verið mikið í fréttum að undanförnu og þar sem vaktalínum sérfræðinga hefur nú fækkað úr 8 í 5. Fimm sérfræðilæknar eru hættir störfum frá áramótum eða um þriðjungur! Það vantar auk þess að mann yfir 400 vaktir […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn