Miðvikudagur 30.11.2022 - 17:43 - FB ummæli ()

Ný sóttvarnalög 2022 – í þágu stjórnvalda

Æðstu stjórnvöld höfðu aldrei samráð við Sóttvarnaráð Íslands, sitt eigið fagráð í heimsfaraldri Covid19. Aðeins við sóttvarnalækni og sem var ritari ráðsins og sem gaf af og til stöðumat á fyrirhuguðum ráðstöfunum stjórnvalda. Jafnvel þótt undirritaður meðlimur ráðsins margkallaði eftir fullri virkni ráðsins og þannig nauðsynlegs samráðs við heilbrigðisstéttir. Skoðanir sem ég vildi koma á framfæri þar sem ég hafði verið tilnefndur í ráðið af Læknafélagi Íslands (LÍ) í tvígang, 2014 og 2018, skipaður af heilbrigðisráðherra. Sérstaklega vildi ég sem alltaf áður, ræða sóttvarnareglur, íhlutanir stjórnvalda í samvinnu við heilbrigðisstéttir svo sem og fyrirkomulag bólusetningaaðgerða. Í gildandi sóttvarnalögum segir enda um hlutverk ráðsins “Sóttvarnaráð mótar stefnu í sóttvörnum og skal vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma.”

Unnið var hins vegar á bak við Sóttvarnaráð (utan ritara ráðsins) að breyttum Sóttvarnalögum frá hausti 2020 með undirbúningsnefnd og sem síðan skilaði sér í frumvarpi að nýjum sóttvarnalögum í byrjun árs 2021. Þrátt fyrir að ákveðið hafði verið fyrir áramót 2020 að ræða sérstaklega hlutverk ráðsins vegna óánægjuradda inna þess og boðað hafði verið til sem fyrsta fundaefni Sóttvarnaráðs. Sá dagskráliður einfaldlega felldur út af formanni og ritara ráðsins!

Tilefni undirbúningsnefndar var fyrst og fremst að koma með tillögur að nýjum sóttvaranlögum til að auka valdheimildir stjórnvalda í heimsfaraldri. Undirritaður heyrði fyrst af nefndarálitinu og sá álit þess þegar frumvarpið var lagt fram í ársbyrjun 2021. Aldrei leitaði nefndin að áliti Sóttvarnaráðs sjálfs og þar sem lagt var til að leggja sóttvarnaráð niður. Formaður LÍ (Reynir Arngrímsson), lögfræðingur LÍ (Dögg Pálsdóttir) og undirritaður gerðu alvarlegar athugasemdir á frumvarpinu í mörgum atriðum á fundi Velferðanefndar alþingis. Fyrir liggur eins álit stjórnar LÍ á þessu frumvarpi 2021. Áhersla okkar var m.a. að halda inni ákvæði laga um hlutverk Sóttvarnaráðs. Nýja frumvarpið (breytt Sóttvarnlaög frá árinu 1997) var síðan samþykkt á alþingi þar sem lög um Sóttvarnaráð fékk að haldast óbreytt.

Nýtt heildarfrumvarp um Sóttvarnalög leit svo dagsins ljós snemma árs 2022 ,en þar sem m.a. aftur er lagt til að leggja Sóttvarnaráð niður og skipa þess í stað Samstarfsnefnd um smitsjúkdóma og svokölluð Farsóttanefnd, fjölskipað ráðuneyta- og stjórnsýslufræðinga, yfirmanna og almannavarnaaðila, hvortveggja undir stjórn sóttvarnalæknis og að sóttvarnalæknir verði skipaður af heilbrigðisráðherra, ekki Landlækni eins og verið hefur. Þannig aukið framkvæmdavald ráðherra á kostnað verksviðs Landlæknisembættisins, á allri ábirgð framkvæmd sóttvarna og persónufrelsis.

Algengustu smitsjúkdómarnir sem ganga í þjóðfélögum á hverjum tíma eru algengust lýðheilsusjúkdómarnir sem við er að eiga á hverjum tíma, hjá börnum og fullorðnum. Heilsugæslan er gjarnan vettvangur aðgerða og þeir eru algengustu viðföng heilsugæslulækna, til greininga, forvarna og meðferða. Það hlýtur að bregða skökku við að heilsugæslulæknar eða fagfélag þeirra (FÍH) skuli t.d. ekki hafa neina sérstaka aðkomu að fyrirhugaðri Samstarfsnefnd um smitsjúkdóma og þrátt fyrir sérþekkingu innan þeirra raða á smitsjúkdómum og forvörnum. Ekki heldur í svokölluðu Fagráði sem nýja fumvarpið gerir ráð fyrir að sé skipað gjarnan öðrum en sérstökum fagaðilum innan heilbrigðisstétta.

Aukin miðstýring og áhrifaleysi lækna í heilsugæslu og héraði er augljós. Læknaráð eru niðurlögð og umdæmisstjórar sóttvarana ekki endilega heilsugæslulæknar og sem eru auk þess undir beinni stjórn sóttvarnalæknis.  Aukin vinna samt lagt á þeirra herðar til að sinna allskonar skriffinnsku, vottorðagerð og tölvusamskiptum t.d. með Heilsuveru. Jafnvel sinna störfum læknaritara og sem reiknitæknar við útreikninga, t.d. á flóknum skimprófum fyrir ADHD greiningar. Á sama tíma og stöðugt minni tími gefst til að sinna almennum lækningum á stofu og á vöktum. Jafnframt eru heilsugæslulæknar orðnir áhrifalausir í mótun lýðheilsustefnu eins og nýlegt Heilbrigðisþing Íslands 2022 bar glöggt með sér og þar engin aðkoma var frá Félagi íslenskra heimilislækna (FÍH) eða almennra heimilislækna yfir höfuð. Mótun sóttvarnastefnu landsins skal nú líka úr þeirra höndum og sem sjaldan hefur verið mikilvægari.

Frumvarp um Ný sóttvarnalög, alþingi 2021-2022

Umsögn Læknafélag Íslands um eldra frumvarp 2020

Fyrri fréttaumfjöllun 2021 og fésbókarfærsla 2021

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn