Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 31.12 2014 - 09:10

Litla vonarljósið nú um áramótin

Sennilega hefur lýðheilsu og heilsuöryggi þjóðarinnar aldrei fyrr verið stefnt í jafnmikla hættu og nú með aðgerðarleysi ríkisstjórnar Íslands sem hefur ekki viljað leiðrétta föst laun lækna allt sl. ár og sem dregist hafa langt aftur úr í föstum launum samanburðahópa (20-40%). Yfirvofandi er landsflótti íslenskra lækna eftir áramót, stór hluti heillar atvinnustéttar frá landinu góða […]

Sunnudagur 21.12 2014 - 21:50

Leyndarmálið á Akdamar Island og íslensku Paparnir

Í sumar heimsóttum nokkrir Íslendingar í gönguhópnum Fjöll og firnindi eyjuna Akdamar og sem staðsett er úti fyrir suðurströnd stöðuvatnsins Van í austurhluta Tyrklands, á hásléttu í um 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Við áttum þar góða dagstund í aðlögun fyrir göngu á fjallið Ararat (5.200 m) og sem var upphaflega aðal markmið ferðarinnar og greint […]

Þriðjudagur 16.12 2014 - 17:19

Eir fyrir öld og heilbrigðismálin í dag

Í dag stöndum við á tímamótum. Hvort heilbrigðiskerfinu sem við höfum þekkt nokkuð vel, verði fórnað og eitthvað allt annað taki við undir formerkjum einkaframtaks og einkavæðingar. Erlent vinnuafl jafnvel í stað íslenskra lækna. Læknismenntun erlendis í stað hér heima, eins og staðreyndin var fyrir rúmri öld. Læknavísindin í raun gjaldfelld eins og við þekkjum þau í dag. […]

Þriðjudagur 09.12 2014 - 13:09

Aftur til ársins 1864

Dönsku sjónvarpsþáttaröðinni 1864 lauk sl. mánudagskvöld á RÚV. Ein besta sjónvarpssería sem ég hef fylgst með og ekki spillti fyrir að ég á sjálfur ættir að rekja til sögusviðsins. Sama dag var ég líka staddur á Austurvelli við Arnarhvol með læknanemunum okkar. Og sama dag keyrði ég líka á milli helming heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu í […]

Föstudagur 05.12 2014 - 17:47

Snjallsímar, örbylgjur og heilaæxlin

Athyglisverð grein birtist í JAMA, læknatímariti amerísku læknasamtakanna 2011 um möguleg tengsl notkunar snallsíma og heilaæxla og greint var frá á blogginu mínu. Hún sýndi áhrif 50 mínútna notkun farsíma (þráðlausra síma) á heilabörkinn, nánar tiltekið sykurefnaskiptin sem aukast á þeim stað þar sem rafgeislunin er mest beint undir símanum. Í fyrsta sinn var með vísindalegri […]

Þriðjudagur 02.12 2014 - 16:36

Íslendingar, svo allt öðruvísi þjóð

Heilbrigðiskerfið er orðið veikburða á allt of mörgum sviðum og þróunin í kjaraviðræðum við lækna sl. vikur slæm. Varla er að verða mannað í vissum sérgreinum læknisfræðinnar og við treystum hvað mest á í alvarlegustu veikindum okkar. Krabbameinslæknar og meltingarlyflæknar orðnir fáir, skurðlæknum fer ört fækkandi og gjörgæslulæknar íhuga flestir uppsagnir. Heilsugæslan mjög veikburða, ekki síst á höfuðborgasvæðinu, […]

Miðvikudagur 26.11 2014 - 13:28

Neyðarréttur forsætisráðherra

Með nýju stjórnarfrumvarpi sem liggur frammi um breytingar á lögum um almannavarnir, sækist forsætisráðherra nú eftir rétti til aukinna valda og íhlutana á tímum náttúruhamfara í nafni almenningsheilla. Að hann geti hlutast til um mikilvæg málefni, opnað og lokað jafnvel öllu landinu og yfirtekið einkarekstur og byggingar. Jafnvel fjölmiðlana ef því er að skipta. Einkennilegast er […]

Laugardagur 22.11 2014 - 09:46

Slæmir draumar á Íslandi

Fyrirfram hefði mátt búast við að eitthvað hefði dregið úr geð- og svefnlyfjanotkun Íslendinga síðustu ár eftir alla umræðuna sem verið hefur um lyfjamál og upplýsinga um meiri geðlyfjanotkun en á hinum Norðurlöndunum um árabil. Staðreyndin er að notkunin hefur aukist stöðugt sl. áratug um 70% eins og fram kemur í frétt frá Landlæknisembættinu. Þriðji hver […]

Þriðjudagur 18.11 2014 - 12:19

Lífshættuleg bið eftir nýjum kosningum.

Í fyrra skrifaði ég pistil undir heitinu Lífshættulegur vandi Landspítala þar sem ég líkti spítalanum við fársjúkan einstakling sem þyrfti jafnvel á gjörgæsluplássi að halda. Sem hann svo fékk reyndar aldrei, aðeins eina vítamínsprautu. Eins hef ég skrifað óteljandi greinar um slaka stöðu heilsugæslunnar og slök kjör unglækna sérstaklega sem gerir þeim ókleyft að vinna […]

Föstudagur 14.11 2014 - 22:32

Betra að gefa en þiggja

Með fyrirsögninni er ég ekki að gagnrýna skuldaleiðréttinguna sem hana fengu og sem eru nú glaðir með að getað þegið fyrir sig og sína. Hér á við hvað við sjálf getum gert best í dag til að varðveita heilsuna og þegar útséð verður um hjálp og sem við teljum svo sjálfsagða í dag í heilbrigðiskerfinu […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn