Þriðjudagur 17.02.2015 - 12:28 - FB ummæli ()

Svo bregðast krosstré sem önnur tré

tamiflu

Rannsók sem undirritaður tók þátt í og sem sýnir áhrifamátt Tamiflu gegn flensu árið 2000.

Bólusetningar er helst vörn okkar mannanna fyrir smitsjúkdómum, sem fyrrum voru kallaðir næmir sjúkdómar. Með ónæminu okkar vinna þeir ekki á okkur. Bóluefni við hverskyns smitsjúkdómum eru mestu framfaraspor læknisfræðinnar og sem lengt hefur meðalaldur í þjóðfélögum um marga áratugi.

Árleg Inflúensa er oft skæð og hættuleg gömlu fólki og ungum börnum. Því hefur verið kappkostað að bólusetja á hverju hausti gegn henni og sem oftast virkar vel (<70% vörn). Lifandi kuldaaðlagað bóluefni í nefspreyi hefur síðan virkað enn betur, en sem ekki hefur verið tekið upp hér á landi ennþá. Veirurnar geta samt alltaf breyst örlítið með stökkbreytingum frá því bóluefnið er hannað á vorin og þar til það á að virka um áramótin. Slíkt er talið hafa gerst varðandi aðalstofninn í ár Inflúensu A stofninn H3N2, en auk þess var í bólusetningunni í haust, bóluefni fyrir tveim öðrum stofnum gegn Inflúensu B og svínaflensunni H1N1 sem talið er virka vel. Í Bretlandi hefur hins vegar verið talað um allt niður í aðeins 3% virkni geng Inflúensu A H3N2 stofninum nú.

Frá því fyrir áramót hefur inflúensa geisað á Íslandi og sem nú er að ná toppi í útbreiðslunni, a.m.k. hvað H3N2 inflúensu A stofninn varðar. Sjálfur hef ég verið mikið á vöktum sl. rúman mánuð og aldrei fyrr hef ég séð jafnmikla útbreiðslu flensu meðal ungs fólks sérstaklega framan af. Vantað hefur í hálfu bekkina vegna flensunnar og ekki er óalgengt að heilu fjölskyldurnar liggi heima á sama tíma. Síðustu vikur ber síðan á vaxandi fjölda inflúensutilfella á öldrunarstofnunum og þar sem allt að helmingur vistmanna liggur í flensu þrátt fyrir bólusetninguna í haust. Flensan er einmitt sérstaklega hættuleg veikburða fólki, bæði vegna flensueinkennanna sjálfra sem dregur allan mátt úr fólki, og vegna mikillar áhættu á fylgisýkingum eins og lungnabólgum sem getur verið banvæn. Í Bandaríkjunum er talið nú að rekja mætt þannig 6% dánartilfella gamla fólksins beint til flensunnar fyrir áramót.

Þegar var vitað líka um áramótin að bólusetningin myndi ekki virka sem skildi fyrir áhættuhópana og sem ég skrifaði um 4.janúar sl. Það sem síðan kom á daginn og ekki var vitað var um, var hvað flensan í ár er miklu skæðari en dæmi eru um mörg undanfarin ár hér á landi. A.m.k. man ég ekki eftir annarri eins útbreiðslu og þar sem reikna má að smithlutfallið nálgist helming íbúa og sem annars við venjulegar aðstæður nær aðeins að smita um 10% þjóðarinnar. Þessar staðreyndir ættu að hafa leitt til meiri ráðgjafar heilbrigðisyfirvalda gangvart flensunni nú. Mikilvægast er að koma á móts við þarfir þeirra sem veikburða eru fyrir og sem ekki geta treyst á bólusetninguna í ár. Efla hefði þurft mögulegar smitvarnir og bjóða fólki aðgang að lyfjameðferð með veirulyfjum þegar einkenna verður vart og sem gagnast geta vel ef byrjað er að taka inn tímalega. Oseltamivir (Tamiflu) hefur þannig  sýnt sig geta fækkað veikindadögum um a.m.k. einn dag ef byrjað er að taka inn innan 2 daga frá byrjun flensulíkra einkenna (hár hiti, særindi í hálsi, beinverkir og vaxandi hósti) og sjá má á skýringarmynd. Lyfin milda auk þess einkenni og minnka líkur á fylgikvillum eins og lungnabólgu.

Ég hef séð og vitað af ófáum einstaklingum sem gagnast hefði getað vel lyfjameðferð með Tamiflu og hún gerð aðgengileg í tíma. Vegna neikvæðrar umræðu um lyfin, sem byggðist á misskilningi og tortryggni í garða lyfjafyrirtækja, hafa margir læknar ekki verið nógu vel vakandi gagnvart þessum möguleika og sem sölutölur á lyfinu Tamiflu í vetur staðfestir. Fórnakostnaður þjóðfélagsins er hins vegar mikill og margir legið lengur í flensu en efni stóðu til og þurft síðan jafnvel á spítalavist að halda. Það hlýtur að vera á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda að meta stöðuna hverju sinni og upplýsa um mjög breytta stöðu gagnvart inflúensunni þetta árið og sem mátti vera ljós strax upp úr áramótunum. Árétta smitvarnir og benda m.a. á nýjustu upplýsingar um góð lyf sem sannarlega gagnast vel, mest fyrir þá sem veikastir eru fyrir.

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/01/04/flensan-er-slaem-i-ar/

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP32501

http://www.medscape.com/viewarticle/839547

http://www.telegraph.co.uk/news/science/science-news/11378225/Tamiflu-IS-effective-against-influenza-major-review-finds.html

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn