Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 06.08 2013 - 18:20

Byrjum nú á réttum enda

Í umræðunni nú um að heilbrigðiskerfið sé að molna, virðast margir halda að steypuskemmdum á Landspítala, sveppum í skrifstofubyggingum og almennum húsnæðiskorti á gömlu Landspítalalóðinni  sé mest um að kenna. Sérstaklega heyrir maður marga stjórnmálamenn og einstaka heilbrigðisstarfsmenn í stjórnun tjá sig með þessum hætti, í stað þess horft sé á meginrót vandans og sem lengi hefur blasað við öllum. Kostar auk þess miklu […]

Fimmtudagur 18.07 2013 - 22:16

Einkarekstur, einkavæðing og einkamálin í heilbrigðiskerfinu

Mikil umræða hefur farið fram um þá skoðun heilbrigðisráðherra að skoða skuli möguleika á meiri einkarekstri innan heilsugæslunnar og fleiri sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Vísa ég m.a til fyrri skrifa minna um efnið í síðustu þremur pistlum. Áður en lengra er haldið vil ég þó sérstaklega benda á gott stöðuyfirlit mála hér á landi í dag sem kemur fram […]

Þriðjudagur 16.07 2013 - 14:23

Mikill einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og verri lýðheilsa

Þar sem einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er mestur meðal OECD ríkjanna, í Bandaríkjunum, og meðalkostnaður á hvern íbúa hæstur, er mestur ójöfnuður í lífslíkum milli fátækra og ríkra. Þetta er m.a. niðurstaða vísindagreinar sem birtist í JAMA, tímariti bandarísku læknasamtakanna fyrir nokkrum dögum og sem var gerð til að kanna þróun heilbrigðis hjá bandarísku þjóðinni á sl. áratug og til að fá samanburð á heilbrigðisástandinu við […]

Sunnudagur 14.07 2013 - 22:35

Einkavæðing heilbrigðiskerfisins eins og í Bretlandi, úr öskunni í eldinn?

Áður en heilbrigðisráðherra ákveður að einkavæða heilbrigðiskerfið á litla Íslandi, væri gott fyrir hann að kynna sér til hlítar afleiðingar aukinnar einkavæðingar heilbrigðiskerfis Breta, NHS þar sem nú mikil óánægja ríkir með skertara aðgengi að bráðaþjónustu hverskonar en áður var og ásakanir eru um að kerfið og sparnaðarkrafan verji frekar afkomu lækna og heilbrigðisstarfsfólks, en […]

Miðvikudagur 10.07 2013 - 13:37

Brenndir Íslendingar

Á dimmu og vætusömu sumri þegar við fáum ónóga sól á kroppinn og veðurspáin er endlaust „slæm“, er tilvalið að líta nánar á þær björtu hliðar sem snúa að heilbrigði okkar á allt annan hátt. Litabreytingar í húð og ótímabærir bandvefsstrengir endurspegla betur en nokkur „góð“ veðurspá, hvernig við höfum farið með okkur og útsett líkamann fyrir óþarfa álag. […]

Fimmtudagur 27.06 2013 - 13:03

Bláeygð smáþjóð meðal Evrópuþjóða

Á ferð um Evrópu getur maður stundum séð  hvað Íslendingar eiga í raun oft lítið erindi í Evrópusambandið. Hvað auðvelt væri að kaffæra okkar sérstöðu með samrunanum, ekki síst með tilliti til viðskipta og ferðamannaiðnaðar. Aðstæður heima fyrir sem skapa yfirburði í sóknartækifærum viðskipta við aðrar þjóðir. Þættir sem tengjast helstu atvinnuvegum okkar til sjós og […]

Þriðjudagur 25.06 2013 - 13:57

Hættulegur skolla- og tollaleikur yfirvalda

Í síðustu viku sammþykkti ráðherraráð Evrópusambandsins (ESB) að leyfa Svíum að halda áfram framleiðlsu og sölu innanalands á sænska snusinu, og sem stóð til að banna nú á miðju sumri. Þykir þetta mikill sigur fyrir sænsk heilbrigðisyfirvöld sem beittu sér mikið til að fá áframhaldandi leyfi til markaðssetningar á hættuminna munntóbaki í Svíþjóð og minni neyslu reyktóbaks í staðinn, ekki […]

Mánudagur 10.06 2013 - 14:30

Förum út og vestur

Nú er sumarið vonandi loks komið og tilvalið að rifja upp góða ferðasögu. Lífið er hreyfing- njótum hennar, eru einkunnarorð ferðaþjónustu Út og vestur sem vinir mínir, Jón Jóel og Maggý, reka. Ferðir sem þau bjóða upp á m.a. um Snæfellsnes, í Dölunum, á Fellsströnd og Dagverðarnes. Um einstaka upplifun var að ræða fyrir okkur […]

Mánudagur 03.06 2013 - 14:48

Krabbamein fræga fólksins, en líka okkar hinna

Það virðist skipta sköpum í allri fjölmiðlaumræðu og hvað varðar árvekni almennings um heilsuna í kjölfarið, að fræga fólkið komi fram og segi frá sinni reynslu tengt lífshættulegum sjúkdómum, ekki síst krabbameinum. Þekking sem samt oft hefur lengið lengi fyrir, en fengið litla athygli fjölmiðlanna. Þannig var eins og þjóðin vaknaði af djúpum svefni þegar fréttist að Angelina Jolie hafði […]

Fimmtudagur 30.05 2013 - 14:44

Almenn bólusetning ungbarna gegn hlaupabólu í dag?

Ein aðalfrétt og ritstjórnargrein Fréttablaðsins í dag og sagt var frá á Stöð 2 í gærkvöldi snýr að lélegu aðgengi að hlaupabólu-bólusetningu hér á landi. Fullyrt er að margir læknar mæli með bólusetningunni fyrir ungbörn og vísað til úttekta hérlendis og erlendis þar sem kemur fram að almenn bólusetning ungbarna gegn hlaupabólu kunni að vera þjóðhagslega hagkvæm. Ókeypis […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn