Föstudagur 20.09.2013 - 11:23 - FB ummæli ()

Lífshættulegur vandi Landspítala

„Læknisþjónusta eins og önnur heilbrigðisþjónusta er dýr. Verðmiði langrar læknismenntunar hefur hins vegar verið gjaldfelldur og sem stendst í dag engan veginn samanburð við nágranalöndin. Fjölskyldusjónarmið ungra lækna skipta líka meira máli en áður og læknar láta ekki lengur bjóða sér þrælslega vinnu og endalausar vaktir fyrir lágt kaup, ekki síst þegar margfalt betri aðstæður og kjör bjóðast í nágranalöndunum. Þeir sem hrökklast nú frá eru hinsvegar ólíklegri að vilja koma heim aftur til vinnu síðar.“

 

Flestir eru orðnir hálf þreyttir á endalausum fréttum um vanda heilbrigðiskerfisins, og sem þar til fyrir skemmstu var litið fyrst og fremst á sem deilur um kaup og kjör, ásamt smávægilegum ágreiningi um áherslur í þróun heilbrigðisþjónustunnar. Nú er hins vegar svo komið, hvað sem hver trúir, að hrun blasir við á flaggskipi háskólasjúkrahússins, sjálfri lyflæknisdeild Landspítalans. Djúp gjá hefur myndast milli stjórnenda annars vegar og starfsfólksins og Háskóla Íslands hins vegar. Þjóðargjá sem hefur stækkað og dýpkað ár frá ári án tilhlýðilegra aðgerða, jafnvel löngu fyrir svokallað fjármálahrun. Fólk talar ekki lengur sama tungumálið eða í kross, og staðhæfingar stjórnenda standa endurtekið gegn staðhæfingum fólksins á gólfinu og þeirra sem stunda kennslu og vísindin. Eitt af dýrmætustu fjöreggjum þjóðarinnar. Meðal annars hvar þolmörkin liggja í mannlegu starfi, fjölskyldum starfsmanna og öryggi sjálfra sjúklinganna. Á sama tíma og álagið á þyngsta sviði lyflækninganna, bráðalækningunum eykst stöðugt og sem er í raun löngu komið yfir þolmörkin, enda aðsóknin er að stórum hluta kerfislæg vegna galla í öllu heilbrigðiskerfinu.

Í dag treystir starfsfólkið á gólfinu ekki stjórnendum lengur og sér ekki fram á að þær nauðsynlegu faglegu umbætur sem gera hefði þurft fyrir löngu, komist nokkrum sinnið í gagnið. Með endurskipulagningu á starfseminni sem það hefur endurtekið verið að stinga upp á, í allskonar nefndum í mörg ár og að kjör þess séu leiðrétt miðað við menntun, ábyrgð og vinnuframlag. Læknar eru a.m.k. búnir að fá nú nóg og leita því nú í vaxandi mæli á önnur mið. Hrun er staðreynd í aðsókn unglækna að þeim deildum Landspítala sem sinna á veikasta fólkinu, með flóknustu sjúkdómanna. Alvarlegustu hjartasjúkdómana, taugasjúkdómana, blóðsjúkdómana, sýkingarnar, nýrna- og lifrabilanirnar, sýkingarnar og krabbameinin, svo það helsta sé nefnt. Hrunið er líka farið að ná til sérfræðilæknanna sem margir eru farnir að hugsa sér til hreyfings á erlendum starfsvettvangi. Mörg ár eða jafnvel áratugi getur síðan tekið að byggja aftur upp gæðin og það traust sem háskólaspítalinn þarf og á að hafa í huga almennings.

Ísland verður langt frá því að geta boðið upp á bestu læknismeðferð sem völ er á hverju sinni, ef fer sem horfir og sem tók marga áratugi að skapa. Grafist hefur undan einum helsta máttarstólpa heilbrigðiskerfisins, einnar sterkustu vísinda- og kennslugreinar Háskóla Íslands. Sérfræðingarnir eru ofhlaðnir verkefnum og unglæknana vantar. Sömu sérfræðingarnir og eitt sinn voru unglæknar hér heima, en fengu síðan sérmenntun í bestu háskólasjúkrahúsum heims eftir góða og oft langa starfsreynslu hér heima. Þeirra sömu og þegar eru farnir að fá alverlega bankþanka að hafa komið aftur heim. Enginn vill þó til þeirrar stöðu hugsa að tengsl við þessar erlendu stofnanir rofni og að við missum í þokkabót út heila kynslóð lækna, sem taka átti við. Læknafélag Íslands ályktaði í fyrrakvöld um ástandið, að stjórnvöld og stjórnendur Landspítalans þurfi nú þegar að átta sig á og viðurkenna þá alvarlegu stöðu sem spítalinn er í. Þjóðarsátt þurfi um enduruppbyggingu á starfsemi spítalans.

Læknisþjónusta eins og önnur heilbrigðisþjónusta er dýr. Verðmiði langrar læknismenntunar hefur hins vegar verið gjaldfelldur og sem stendst í dag engan veginn samanburð við nágranalöndin. Fjölskyldusjónarmið ungra lækna skipta líka meira máli en áður og læknar láta ekki lengur bjóða sér þrælslega vinnu og endalausar vaktir fyrir lágt kaup, ekki síst þegar margfalt betri aðstæður og kjör bjóðast í nágranalöndunum. Þeir sem hrökklast nú frá eru hinsvegar ólíklegri að vilja koma heim aftur til vinnu síðar. Þjóðarsátt þarf til, eins og segir í ályktun Læknafélagsins í fyrrakvöld, að snúa þróuninni við. Nú með grettistaki og framfylgja strax á morgun hugmyndum um betri starfsaðstöðu og kjör. Stjórnendur lækninga mega ekki lengur selja sál sína æðstu stjórnvöldum sem hugsa fyrst og fremst í skammtímasparnaði, heldur að þeir fari eftir sinni innri faglegu sannfæringu og reynslu sem þeir sjálfir öðluðust sem unglæknar. Að þeir taki nú upp vinnuhanskann fyrir þá sem ennþá eru á gólfinu og horfi til framtíðarinnar og fjöreggsins.

Bráðaástand í bráðaþjónustunni!

Bráðaþjónustuvandinn er kerfislægur

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2010/05.-tbl.-96.arg.-2010/nr/3829

(Áður birt á DV blogginu 7.sept. 2013)

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn