Mánudagur 26.08.2013 - 21:53 - FB ummæli ()

Sykurdrykkir og hegðunarvandamál ungra barna

cola1Athyglisverð grein er nú birt á vefsíðu tímarits bandaríska læknablaðsins, The Journal of Pediatrics og sem segir frá rannsókn á hegðunartruflunum um þrjúþúsund 5 ára gamalla barna tengt gosdrykkjarneyslu þeirra. Áður hafa menn fundið tengsl aukinnar sykurneyslu barna og ákveðinna ofvirknieinkenna, ekki síst hjá börnum með athyglisbrest, svokölluð sykuróþekkt. Eins sýna fyrri rannsóknir sem áður hefur verið fjallað um hér á blogginu tengsl sykur- og orkudrykkja við hegðunarvandamál og ofbeldi unglinga. Rannsóknin núna sýnir bein tengsl hegðunarerfiðleika ungra barna eftir magni gosdrykkja sem þau neyta yfir daginn. Tilbúinn vandi í nútímaþjóðfélaginu og sem tengist neysluvenjum okkar almennt, ekki síst fullorðna fólksins. Einnig er rétt að geta hér um pistil á Bleikt.is um áhrif matravenja verðandi mæðra á hegðun barna þeirra síðar og eins tengda umræðu í fyrri pistli mínum um hina ósýnilegu glugga heilsunnar.

Engin heilsuvandamál eru jafn alvarleg í heilbrigðiskerfinu í dag og sem tengjast ofþyngd og sykursýki, þar sem mikil neysla gosdrykkja á stærstu sökina og sem fjallað hefur verið um oft áður hér á blogginu og víðar. Neysla sykurs, sérstaklega fruktósu sem frumur líkamans ráða illa við og var aldrei honum ætlað fyrr en á síðustu árum og eykst stöðugt. Þeim mun alvarlegri er sykurneysla barna í íslensku þjóðfélagi og sem er mun meiri en á hinum Norðurlöndunum, sérstaklega drykkja gos- og annarra orkudrykkja. Stærsta óvininum varðandi líka heilsu okkar flestra.

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP20618

http://www.jpeds.com/webfiles/images/journals/ympd/JPEDSSuglia.pdf

http://bleikt.pressan.is/lesa/af-hverju-er-sykur-ohollur-blakaldur-sannleikurinn/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/08/27/hvita-efnid-sem-drepur/

http://bleikt.pressan.is/lesa/matarraedi-kvenna-a-medgongu-hefur-ahrif-a-hlydni-barna-theirra/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/03/14/hjartaafoll-og-gosdrykkja-karla/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/04/20/hin-illkleifu-fjoll-nordursins/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2013/02/09/athyglin-brestur-og-arekstrar/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn