Miðvikudagur 14.03.2012 - 13:16 - FB ummæli ()

Hjartaáföll og gosdrykkja karla

Einn sykraður gosdrykkur á dag eykur hættu á að fá hjartaáfall (coronary heart disese, CHD) um 20% samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í nýjasta hefti Circulation, tímariti bandarísku hjartasamtakanna, AHA og nær til yfir 40.000 karla sem fylgt hefur verið eftir í yfir 20 ár. Áhættan mælist þegar tekið hefur verið tillit til annarra þekktra áættuþátta svo sem þyngdar, kólesteróls, reykinga og sykursýki. Fjallað er um rannsóknina (Health Professionals Follow-up study) á MedScape sem er mjög áhugverð enda um mjög stóra og vandaða faraldsfræðilega rannsókn að ræða. Áhrifin eru mun meiri en kemur fram í annarri rannsókn meðal kvenna (Nurses’ Health Study). Ein lítil dós af sykruðum gosdrykk er þannig talin getað hækkað blóðsykur það snögglega að það hafi áhrif á meingerð kransæðasjúkdómsins sérstaklega og sem annars myndi þróast hægar. Algengustu hjartaáföllin er bráð kransæðastífla, hjartadrep og hjartabilun sem leitt getur til dauða.

Niðurstöðurnar ættu að hvetja alla karla að halda sykurneyslu sinni í lágmarki, sérstaklega hvað sykraða gosdrykki varðar og sem innihalda mikið magn af hvítum sykri. Jafnvel þótt þeir séu grannir og hreyfi sig reglulega. Rannsóknin sýnir hvað það er mikilvægt að vera ávalt vel vakandi fyrir helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Ekki bara hvað varðar hreyfingarleysi, reykingar, offitu og of háu kólesteróli, heldur einnig sykurneyslunni beint og sem við eigum norðurlandamet í. Sem tengist ekki síst óhóflegri gosdrykkjaþambi landans. Ekki var sýnt fram á þessi tengsl áhættu við neyslu á Diet gosdrykkjum, en sem aðrar rannsóknir sýna að tengjast engu að síður öðrum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma vegna áhrifa til þyngdaraukningar og ákveðinna efnaskiptatruflana.

Látum því bara vatnið okkar góða nægja, sem við eigum nóg af, sem er ókeypis og er hvergi betra í heiminum.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn