Stundum kemur læknisfræðin manni svo sannarlega á óvart, sérstaklega þegar hún flokkast ekki undir hin sannreyndu vísindi. Meðferðir sem þó áttu rætur til alþýðuvísinda gegnum aldirnar. Jafnvel árþúsundir aftur í tímann, en sem við týndum einhvers staðar á leiðinni. Í dag notum við enda oftast lausnir sem vísindin ein segja okkur að séu bestar. Oftast […]
Það hljóta að vakna upp stórar spurningar varðandi siðfræði- og lagalega þætti starfsemi ÍE, þegar forstjórinn, Kári Stefánsson, tjáir sig með þeim hætti sem hann gerir nú um möguleg not af upplýsingum úr erfðagagnagrunni þjóðarinnar. Nú um áhættuna á að ákveðnar konur kunni að vera með arftengt brjóstakrabbamein. Upplýsingar úr gagnagrunni þar sem hámarks trúnaður […]
Íslensk erfðagreining býr yfir dulkóðuðum gögnum um 2.400 Íslendinga með stökkbreytt krabbameinsgen, BRCA2, eins og segir í frétt frá þeim. Þar af eru um 1.200 konur sem eru þá með yfir 80% líkur á að fá brjóstakrabbamein samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um þetta stökkbreytta gen og hættunnar á að þróa með sér brjóstakrabbamein. Leyfi þarf hjá Persónuvernd, Landlæknisembættinu […]
Nú eru margir farnir að hlakka til sumarsins og þegar tekið fram hjólin sín úr geymslunum eftir langan vetur, ekki síst börnin. Ekkert kemur hins vegar betur í veg fyrir hjólaslysin en að varlega sé farið fyrstu daganna og að fullorðnir sýni börnunum gott fordæmi. Hjól séu vel yfirfarin og bremsur athugaðar. Hjólreiðar njóta auk […]
Í fréttatíma RÚV í gærkvöldi var fjallað um á fjórða tug athugasemda frá Lyfjastofnun til Landlæknisembættisins vegna lyfjagáttarinnar svokölluðu. Rafræn tölvugátt fyrir lækna til að senda rafræna lyfseðla í apótekin og sem starfrækt hefur verið hér á landi sl. 5 ár og tekur orðið við nær öllum útgefnum lyfjaávísunum á landinu. Hún hefur þó þá annmarka að aðeins […]
TBE, MÍTLAHEILABÓLGA Í fyrra var hjá mér íslensk kona á stofunni sem var fædd og uppalin í Eistlandi, en sem hugði nú mörgum árum síðar, að heimsækja æskuslóðirnar ásamt barninu sínu. Hún heyrði hins vegar frá ættingjum og vinum, að ekki væri vogandi að koma að sumri til í heimsókn nema að vera bólusettur gegn […]
Stór hluti karlmanna eru komnir með byrjandi breytingar blöðruhálskirtilskrabbameins eftir 60 ára aldur. Svefntruflanir eru mjög algengar hjá fullorðnu fólki (>30%) og yfir 10 % taka svefnlyf reglulega. Krabbamein á mismunandi stigum getur skert lífsgæði, jafnvel löngu áður en þau greinast. Í nýrri íslenskri rannsókn Láru G. Sigurðardóttur og félaga sem er birt í nýjasta hefti í Cancer Epidemiol Biomarkers Prev, […]
Áður hef ég skrifað talsvert um D vítamín og mikilvægi daglegrar inntöku enda sýndu fyrri rannsóknir að allt að þriðjungur landans vantaði D vítamín í kroppinn og suma nær alveg. Beinkröm og alvarleg vannæringareinkenni vegna D vítamínskorts voru farin að skjóta upp kollinum hér á landi, og nú er vitað betur en áður um mikilvægi D vítamíns fyrir […]
Ný vísindagrein sem vakið hefur heimsathygli, birtist í fyrradag í rafrænni útgáfu JAMA, læknavísindatímariti bandarísku læknasamtakanna, um áhættu svokallaðra SSRI þunglyndislyfja gagnvart hættulegum aukaverkunum sem geta komið upp í og eftir stórar skurðaðgerðir. Sérstaklega blæðingaáhættu, en líka öðrum hættulegum uppákomum svo sem hjartsláttartruflunum og samsvarar aukningin allt að 20% í fjölda tilvika. Aukningin samsvarar rúmlega 10% hækkaðrar tíðni […]
Í The Guardian í dag er sagt frá rannsóknum sem sýna að það geti verið mjög varhugavert að klippa of fljótt á naflastreng nýfædds barns, og áður en sjálf fylgjan losnar. Sem jú nærir fóstrið og sér því fyrir blóði, næringarefnum og súrefni. Venjan hefur verið að klippa á strenginn strax eftir fæðingu, m.a. til að […]