Sunnudagur 14.07.2013 - 22:35 - FB ummæli ()

Einkavæðing heilbrigðiskerfisins eins og í Bretlandi, úr öskunni í eldinn?

eldspiturÁður en heilbrigðisráðherra ákveður að einkavæða heilbrigðiskerfið á litla Íslandi, væri gott fyrir hann að kynna sér til hlítar afleiðingar aukinnar einkavæðingar heilbrigðiskerfis Breta, NHS þar sem nú mikil óánægja ríkir með skertara aðgengi að bráðaþjónustu hverskonar en áður var og ásakanir eru um að kerfið og sparnaðarkrafan verji frekar afkomu lækna og heilbrigðisstarfsfólks, en sjúklinganna sjálfra. Í landi þar sem hvortveggja heilsugæslan og sjúkrahúsin hafa verið einkavædd að stærstum hluta í sparnaðarskyni. Grein um efnið birtist meðal annars í The Guardian í dag.

Mikill þrýstingur hefur einnig verið á heilsugæsluna að sinna fleiri vægari bráðatilefellum í Bandaríkjunum og minnka þannig álagið á bráðmóttökur. Eins að vinna sjúklinga betur upp með rannsóknum fyrir innlagnir. Allt sem bendir til að styrkja þurfi heilsugæsluna mikið miðað við eins og hún er í dag. Hér á landi er allt að áttfalt álag á bráðamóttökur miðað við á hinum Norðurlöndunum. Skýringin er fyrst og fremst hvað heilsugæslan hér á höfuðborgarsvæðinu á daginn og reyndar víða út á landi er illa mönnuð. Mikil vöntun er þegar orðin á heilsugæslulæknum og talið að helmingur þeirra sem starfa í dag muni hætta á næstu árum vegna aldurs. Heilsugæslu sem aldrei var lokið við að byggja upp í góðærinu.

Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar sem þegar hefur verið komið á hér á landi í einhverju mæli, nær til sjúkratryggða og eru að mestu í formi þjónustusamninga, m.a. að hluta við heilsugæsluna. Greiðslur sem miðast við útlagðan kostnað, svipaðan og gerist í opinberum rekstri en þar sem starfsfólkið ræður sér þá meira til að bæta þjónustuna. Þarna liggja ef til vill helstu sóknarfærin í þjónustunni sem og að færa heilsugæsluna til sveitafélaganna.

Margir börðust gegn sameiningu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á sínum tíma, m.a. undirritaður. Nærþjónusta eins og heilsugæsla og öldrunarþjónustan hlýtur að vera best komin í höndum sveitastjórna og bæjaryfirvalda sem bera mestu ábyrgð á allri nærþjónustu hvort sem er og Dagur Eggertsson, borgarfulltrúi benti réttilega á í dag í fréttaviðtali. Ekki í þunglamalegri stjórnsýslu ríkisins þar sem boðleiðirnar hafa sýnt sig vera allt of langar og óskilvirkar. Ríkið kemst þó ekki hjá því að borga fyrir þessa þjónustu á jafnréttisgrundvelli, eins og allri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á landsvísu og skilgreind er í lögum. Þarna kemur því til fyrst og fremst flutningur á fjármagni og ábyrgð. Einkavæðing út af fyrir sig er því ekki svarið nú heldur yfirfærsla kostnaðar og reksturs til sveitafélaganna og gerð þjónustusamninga við einkaaðila í völdum tilvikum.

http://www.guardian.co.uk/society/2013/jul/14/nhs-repeat-winter-crisis-hospitals

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/07/10/bradaastand-i-sjalfri-heilbrigdisthjonustunni/

http://www.ruv.is/pistlar/sigrun-davidsdottir/umbylting-nhs

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Spaugilegt · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn